Daglegt færslusafn: Feb 14, 2014

Nymphomaniac: Drungalega þunglynd en líka drepfyndin, átakanleg, erfið, falleg, grótesk, harmþrungin, sprellfjörug, útpæld, blaut, gröð og gáfuleg

Þórarinn Þórarinsson hjá Svarthöfða fjallar um Nymphomaniac: fyrri hluta Lars von Triers. Hann byrjar á að úthúða leikstjóranum almennt, en vendir svo kvæði í kross og segir myndina "skínandi dæmi um hvers Trier er megnugur þegar hann er í góðum gír."

Berlín 2014: Boddinale

Í sjöunda bréfi bíópostulans Hauks Más Helgasonar frá Berlínarhátíðinni segir af Berlín og Boddinale, hjáhátíðinni sem fram fer á sama tíma en leggur áherslu á myndir eftir Berlínarbúa.

Norræni kvikmyndaiðnaðurinn er karlaheimur

Jafnvægi milli kynjanna er enn víðsfjarri í norrænum kvikmyndaheimi. Nýjar tölur, sem kynntar voru á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð, sýna að af þeim 98 norrænum bíómyndum sem sýndar voru 2012 var aðeins ein þar sem konur voru í lykilstöðum fyrir aftan og framan myndavélina. Þetta kemur fram í grein á vefnum Nikk.no þar sem fjallað er um kynjamálefni.