Ágúst Guðmundsson hélt erindi um gerð og viðtökur Lands og sona, lykilverks íslenska kvikmyndavorsins, á vegum kvikmyndafræði Háskóla Íslands þann 21. september 2017. Erindi Ágústs má horfa á hér. Björn Þór Vilhjálmsson, lektor í kvikmyndafræði, ræddi jafnframt við Ágúst um myndina, ferilinn og íslenska kvikmyndagerð.
Sagafilm hefur sent frá sér tilkynningu í kjölfar umræðu um áreitni, ofbeldi og mismunun í kvikmyndagerð og sviðslistum. Þar kemur meðal annars fram að fyrirtækið hafi sett sér jafnréttis- og jafnlaunastefnu sem nái til allra starfsmanna þess sem og verktaka.
Framúrskarandi móttökur á sjónvarpsþáttunum um Stellu Blómkvist staðfesta að Síminn getur framleitt innlent efni í meira mæli, segir Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla og sölu Símans í spjalli við Viðskiptablaðið.