Daglegt færslusafn: May 6, 2015

Jónsi og Alex gera músik fyrir nýja mynd Cameron Crowe

Jónsi, kenndur við Sigurrós, og Alex Somers samstarfsmaður hans, eiga tvö ný lög í kvikmynd Cameron Crowe, Aloha, sem verður frumsýnd 29. maí næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem Crowe notast við tónlist Jónsa, en áður hefur hún heyrst í Vanilla Sky og We Bought a Zoo.

Stiklan úr „Hrútum“ komin

Stikla Hrúta Gríms Hákonarsonar hefur verið opinberuð. Myndin verður heimsfrumsýnd á Cannes hátíðinni síðar í mánuðinum en almennar sýningar hefjast hér á landi þann 29. maí.

Þorsteinn Jónsson: Hvers vegna gerum við kvikmyndir?

Þorsteinn Jónsson leikstjóri heldur áfram að tjá sig um kvikmyndir, íslenskar sem erlendar, á vef sínum en Klapptré sagði frá skrifum hans fyrir um einu og hálfu ári. Nú hafa tíu kvikmyndir bæst við, þar á meðal íslensku myndirnar XL og Vonarstræti.

Tökur fyrirhugaðar á bandarískri útgáfu af „Benjamín dúfu“ í ágúst

Framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson (Grafir og bein) hefur fengið tvo kunna bandaríska framleiðendur í lið með sér til að gera kvikmynd á ensku eftir skáldsögu Friðriks Erlingssonar Benjamín dúfa. Stefnt er að tökum í Texas síðsumars, en verkefnið hefur verið nokkur ár í undirbúningi.