Daglegt færslusafn: Nov 7, 2014

Gagnrýni | Grafir og bein

"Myndin fær hægt af stað og lengi vel gerist ekkert en þó virðist eins og það sé verið að byggja að einhverju. Hún byrjar snemma á því að mynda ákveðna stemningu en svo fer hún í raun ekkert lengra með hana og heldur sig bara í sömu stemningunni allan tímann, það er engin raunveruleg þróun," segir Atli Sigurjónsson meðal annars í umsögn sinni.

Canon hátíð í Hörpu 14. nóvember

Nýherji stendur fyrir Canon sýningu og ráðstefnu í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. nóvember næstkomandi. Þar munu íslenskir og erlendir kvikmyndagerðarmenn og ljósmyndarar segja frá verkefnum sem þeir hafa unnið, auk þess sem kynntur verður nýjasti búnaðurinn frá Canon.

Miklar breytingar á sjónvarpsáhorfi

Um helmingur þjóðarinnar horfði á spennuþættina Hraunið sem sýndir voru á RÚV. Það er svipað áhorf og undanfarinn, Hamarinn, hlaut 2009. Munurinn er þó sá að í tilfelli Hamarsins var nær allt áhorf við frumsýningu þáttar en aðeins um tveir þriðju horfðu á frumsýningar Hraunsins. Restin stundaði svokallað "hliðrað áhorf", horfði gegnum plússtöðvar, Sarp, Tímaflakk og Frelsi.