Guðmundur Bergkvist frumsýndi heimildamynd sína Fjallkóngar þann 12. janúar s.l. og hefur myndin verið sýnd bæði í Reykjavík og víða um land. Um 2.000 manns hafa nú séð myndina að sögn Guðmundar, sem telst mjög gott fyrir heimildamynd.
Spænsk/íslenska heimildamyndin Baskavígin í stjórn Aitor Aspe var valin besta heimildamyndin á Kvikmyndahátíðinni í Richmond í Bandaríkjunum sem lauk í gær.
Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar færist úr 11. sæti í það áttunda og tekur góðan kipp í aðsókn eftir Edduverðlaunahelgina. Gestir nálgast nítján þúsund.
Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar vann til tveggja verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Belgrad í Serbíu, sem lauk í gær. Myndin hlaut bæði dómnefndarverðlaun hátíðarinnar og verðlaun fyrir bestu fyrstu mynd leikstjóra.
Guðný Rós Þórhallsdóttir sigraði Sprettfiskinn, stuttmyndasamkeppni Stockfish, með stuttmynd sinni C-vítamín. Hlaut hún í verðlaun einnar milljón króna tækjaúttekt hjá Kukl.
Kvikmyndagerðarkonurnar Brynhildur Þórarinsdóttir og Sanna Carlson frumsýndu stuttmyndina Babes Roll Out í Malmö í Svíþjóð síðastliðinn föstudag. Myndina, sem er um fjórar mínútur að lengd, má skoða hér.