Pólska sölufyrirtækið Media Move hefur tryggt sér heimssölurétt á Síðustu veiðiferðinni eftir Örn Marinó Arnarson og Þorkel Harðarson. Þetta var tilkynnt á hátíðinni í Haugasundi í dag, en myndin er sýnd þar í Nordic Focus flokknum. Nordic Film and TV News greinir frá.
Íslenska kvikmyndafélagið Artio ehf. og kanadíska sölufyrirtækið Attraction Distribution hafa gert samning um alheimssölu kvikmyndarinnar Skuggahverfið eftir Jón Einarsson Gústafsson og Karolina Lewicka. Samningurinn var gerður í framhaldi af Cannes markaðnum sem að þessu sinni fór fram í netheimum.
Framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggð eftir Ásthildi Kjartansdóttur, þær Ásthildur og Eva Sigurðardóttir, hafa gert samning við bandaríska sölufyrirtækið Hewes Pictures um sölu á myndinni á heimsvísu.
Dreifingarfyrirtækið Utopia mun dreifa heimildamyndinni House of Cardin í N-Ameríku frá næsta hausti, en myndin fjallar um tískufrömuðinn Pierre Cardin. Margrét Hrafnsdóttir (Margret Raven) er meðal framleiðenda myndarinnar sem frumsýnd var á Feneyjahátíðinni síðastliðið haust. Variety skýrir frá.
Heimildamyndin A Song Called Hate sem fjallar um Eurovisongjörning hljómsveitarinnar Hatara er komin með dreifingarsamning hjá danska fyrirtækinu LevelK. Leikstjóri og framleiðandi myndarinnar er Anna Hildur Hildibrandsdóttir en hún fylgdi hópnum til Ísrael og Palestínu í fyrra ásamt Baldvini Vernharðssyni kvikmyndatökumanni. Myndin er af framleidd Tattarrattat í samstarfi við RÚV.
Bergmál Rúnars Rúnarssonar er frumsýnd í Senubíóunum í dag, en myndin hefur nú verið seld til tíu landa. Nýlega var gengið frá dreifingu myndarinnar í tuttugu og fimm kvikmyndahúsum í Hollandi og geta þarlendir kvikmyndahúsagestir séð myndina frá 12. desember. Franska dreifingarfyrirtækið Jour2féte sér um alheimsdreifingu.
Sky Studios og Sagafilm hafa gert með sér þróunar- og dreifingarsamning. Samningurinn felur í sér að Sky Studios komi að verkefnum Sagafilm á þróunarstigi og mun NBCUniversal Global Distribution í kjölfarið dreifa efninu á heimsvísu.
Héraðið eftir Grím Hákonarson hlaut nýverið 518.000 evru styrk (rúmlega 70 milljónir króna) frá Creative Europe MEDIA til dreifingar í 28 Evrópulöndum.
Sölufyrirtækið New Europe Film Sales hefur þegar gengið frá sölu á Hvítum, hvítum degi Hlyns Pálmasonar til um tíu landa. Myndin vekur gott umtal í Cannes.
Það mikla þarfaþing, Lumiere gagnagrunnurinn, sem heldur utan um margskonar upplýsingar um evrópskar kvikmyndir, hefur nú opnað nýja þjónustu, Lumiere VOD, sem sýnir hvar evrópskar kvikmyndir eru fáanlegar á efnisveitum innan álfunnar. Alls má finna 95 íslenska titla í gagnagrunninum.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er nú í sýningum í Bandaríkjunum á vegum dreifingarfyrirtækisins Magnolia Pictures og fær nær einróma lof gagnrýnenda. Á safnsíðunni Rotten Tomatoes er myndin þessa stundina með 94% skor miðað við umsagnir 32 gagnrýnenda.
Sýningar á þáttaröðinni Stella Blómkvist hefjast á Sundance Now streymisveitunni á morgun, 31. janúar, en veitan nær til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þá eru sýningar á Lói - þú flýgur aldrei einn hafnar í norskum kvikmyndahúsum og fer myndin vel af stað þar í landi.
Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðssonhlaut aðalverðlaun Anonimul kvikmyndahátíðarinnar sem haldin var við Svartahafið í Rúmeníu um síðastliðna helgi. Verðlaunin voru veitt af áhorfendunum og var Hafsteinn Gunnar viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Þetta eru 8. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.