Sölur hafnar á VOLAÐA LAND

New Europe Film Sales hefur þegar selt Volaða land Hlyns Pálmasonar til nokkurra landa, en myndin verður sýnd á Cannes hátíðinni í maí.

Þannig hefur Jour2Fete í Frakklandi keypt dreifingarréttinn þar í landi, Imagine fyrir Benelux löndin, New Horizons Association fyrir Pólland og Palace fyrir Ástralíu og Nýja Sjáland. Þrír síðastnefndu aðilarnir höfðu áður keypt Hvítan, hvítan dag, fyrri mynd Hlyns.

Scanbox sér um dreifingu á myndinni í Skandinavíu og Sena á Íslandi. Myndin verður einnig kynnt fyrir dreifingaraðilum í Cannes.

Variety skýrir frá.

HEIMILDVariety
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR