The Guardian velur VOLAÐA LAND meðal bestu mynda ársins, Ingvar E. og Maria von Hausswolff einnig valin fyrir leik og kvikmyndatöku

Peter Bradshaw gagnrýnandi The Guardian hefur birt árlegan lista sinn, The Braddies, yfir bestu myndir ársins. Hann tínir einnig til leikstjóra, handritshöfunda, leikara, tökumenn og aðra. Volaða land Hlyns Pálmasonar er meðal bestu mynda ársins. Ingvar E. Sigurðsson er nefndur til sögu í flokknum besta aukahlutverk ársins og Maria von Hausswolff er meðal þeirra sem nefnd eru fyrir bestu kvikmyndatöku.

Greinina má lesa hér.

Klapptré hefur áður sagt frá því að myndin var á mörgum listum gagnrýnenda í Bandaríkjunum yfir bestu myndir ársins. Þá er myndin tilnefnd til Film Independent Spirit verðlaunanna og er á stuttlista Óskarsverðlauna.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR