spot_img

Ingvar E. Sigurðsson meðal leikara í Netflix mynd Zack Snyder, REBEL MOON

Kvikmyndin Rebel Moon – Part One: A Child of Fire í leikstjórn Zack Snyder (300, Man of Steel) er komin út á Netflix. Ingvar E. Sigurðsson er meðal leikara í myndininni, sem skartar nokkrum kunnum leikurum, þar á meðal Anthony Hopkins, Djimon Hounsou, Ed Skrein og Charlie Hunnam.

Myndin gerist í ímyndaðri vetrarbraut sem stjórnað er af Móðurheiminum. Her hans, Imperium, ógnar landbúnaðarnýlendu á tunglinu Veldt. Kora, fyrrverandi hermaður frá Imperium, fer að leita stríðsmanna víðsvegar um vetrarbrautina til að berjast gegn Imperium.

Seinni hluti verksins, Rebel Moon – Part Two: The Scargiver, kemur út 19. apríl 2024.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR