Petri Kemppinen framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins segir listrænar kvikmyndir, sem lengi hafa verið framlínan í norrænni kvikmyndagerð, séu á undanhaldi. Áherslur séu að færast yfir á sjónvarpsefni og myndir sem höfða til yngra fólks.
Síðar á árinu er væntanleg bíómyndin Webcam, gamanmynd um unga stúlku sem byrjar að hátta sig fyrir framan vefmyndavél. Leikstjóri og handritshöfundur er Sigurður Anton Friðþjófsson, Magnús Thoroddsen Ívarsson er framleiðandi. Anna Hafþórsdóttir fer með aðalhlutverk.
Ágúst Jakobsson er tökumaður myndarinnar Sword of Vengeance eins og Klapptré hefur áður skýrt frá. Myndin er framleidd af breska fyrirtækinu Vertigo Films og leikstjóri er James Weedon. Myndin er nú frágengin og má skoða stiklu hennar hér.
Óli prik, heimildamynd Árna Sveinssonar um Ólaf Stefánsson handboltamann, var frumsýnd á þriðjudagskvöld í Háskólabíói. Myndin fær góða umsögn í Fréttablaðinu í dag.