Staðfest: “Z for Zachariah” meðal keppnismynda á Sundance

IndieWire var rétt í þessu að greina frá því hvaða 16 myndir taki þátt í keppnisflokknum US Dramatic Competition á Sundance hátíðinni sem fram fer í janúar næstkomandi. Z for Zachariah sem framleidd er af Zik Zak kvikmyndum er þar á meðal.
Posted On 03 Dec 2014

Tímalausri tónlist Jóhanns Jóhannssonar spáð Óskarstilnefningu

Deadline fjallar um tónlist Jóhanns Jóhannssonar við kvikmyndina The Theory of Everything, sem almennt þykir líkleg til að hljóta fjölda Óskarstilnefninga, þar á meðal fyrir tónlist Jóhanns. Scott Feinberg hjá The Hollywood Reporter setur Jóhann í annað sætið sem þýðir að hann telji tónskáldið nokkuð öruggan um tilnefningu.
Posted On 03 Dec 2014

Stjórn RÚV varar við niðurskurðarhugmyndum

Komið hefur í ljós að frétt Morgunblaðsins um að RÚV fengi 400 milljónir króna til viðbótar á næsta ári er á misskilningi byggð. Líkt og stjórnvöld höfðu áður sagt verður útvarpsgjaldið lækkað á næsta ári og einnig því þar næsta, en látið renna óskert til RÚV. Stjórn RÚV hefur sent frá sér einstæða yfirlýsingu af þessu tilefni þar sem varað er eindregið við þessum hugmyndum.
Posted On 03 Dec 2014

Von um Óskarstilnefningu?

Vonarstræti er talin eiga einhverja möguleika á að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna ef marka má Scott Feinberg sem sérhæfir sig í verðlaunaspekúleringum hjá Hollywood Reporter.
Posted On 03 Dec 2014

Mikil veltuaukning milli ára hjá Sagafilm

Velta Sagafilm jókst um næstum 150% milli áranna 2012 og 2013 vegna mikilla umsvifa í erlendum verkefnum. Hagnaður minnkar þó um þriðjung á sama tímabili.
Posted On 03 Dec 2014