spot_img

Von um Óskarstilnefningu?

Vonarstræti er talin eiga einhverja möguleika á að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna ef marka má Scott Feinberg sem sérhæfir sig í verðlaunaspekúleringum hjá Hollywood Reporter.

Feinberg nefnir þær myndir sem honum þykja líklegastar til að hljóta tilnefningu Frontrunners, þá koma nokkrar sem hann kallar Major Threats og síðan slatti af myndum sem hann talar um sem Possibilities. Vonarstræti er sú 21. í röðinni af 26 myndum sem nefndar eru, en alls sendu 83 lönd inn kvikmyndir í flokkinn erlend mynd ársins að þessu sinni.

Sjá nánar hér (skruna þarf langt niður síðuna til að sjá flokkinn erlend mynd ársins): Oscar Predictions – Academy Awards 2014 – The Hollywood Reporter – Oscars: 11/26/2014.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR