Daglegt færslusafn: Mar 24, 2014

Nærgöngul heimildamynd um Nick Cave opnar Reykjavík Shorts & Docs hátíðina

Reykjavík Shorts & Docs Festival verður haldin í 12. sinn dagana 3.-9. apríl í Bíó Paradís og Stúdentakjallaranum. Að venju er áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verður fjöldi annarra viðburða á hátíðinni. Opnunarmynd hátíðarinnar er 20.000 Days on Earth, ný heimildamynd um Nick Cave.