Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Stór tækifæri felast í því að styðja enn frekar við kvikmyndagerð í landinu og hækka endurgreiðslur af framleiðslukostnaði í 35% líkt og gert er í löndum sem keppa við Ísland um verkefni, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.
Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?
Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.
Fjallað er um Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttir í greinaflokki The Guardian, My Streaming Gem, sem dregur fram áhugaverðar kvikmyndir á streymisveitum. "Þetta er afar hjartnæm frásögn sem beinir sjónum að þeirri mannlegu þjáningu sem innflytjendastefna í vestrænum ríkjum skapar," skrifar George Fenwick.
Bára Huld Beck skrifar ítarlega fréttaskýringu í Kjarnann um ágreining Fjölmiðlanefndar og RÚV varðandi skilgreininguna á því hvað teljist sjálfstæður framleiðandi og hvað ekki hjá RÚV. Hér verður gripið niður í grein Báru.
Nokkur kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki hafa ákveðið að stöðva starfsemi sína í ljósi núgildandi sóttvarnareglna, sem innihalda tíu manna fjöldatakmörk og tveggja metra fjarlægðarreglu. Önnur hafa hins vegar náð að halda áfram starfsemi sinni með auknum sóttvarnaráðstöfunum, meðal annars með skiptingu myndvera í sóttvarnahólf.
Miles Teller (Whiplash), Shailene Woodley (Adrift) og William Hurt munu fara með helstu hlutverk í nýrri kvikmynd Gríms Hákonarsonar, The Fence. Fyrirhugað er að tökur hefjist í Bandaríkjunum í mars á næsta ári.
"Ráðherrann er svolítið reikull og rótlaus þar sem góð grunnhugmynd að fallegri pólitískri fantasíu líður fyrir hnökra í handriti, teygðan lopa og hæga framvindu en allt steinliggur þetta í mögnuðum endasprettinum þegar geðveikin tekur öll völd," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu í umsögn sinni um þáttaröðina Ráðherrann.
Grein mín um hvernig konum í leikstjórastóli hefur fjölgað á undanförnum árum var ekki beint hugsuð sem svar við grein/útvarpspistli Guðrúnar Elsu Bragadóttur sem ber fyrirsögnina Konur leikstýra aðeins 10% íslenskra kvikmynda. Frekar má segja að hún hafi verið innblástur til að skoða málin frá öðru og nærtækara sjónarhorni. En Guðrún hefur skrifað svargrein og hér er svar við henni.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir fyrirsjáanlegt að draga þurfi saman í dagskrárgerð og fréttaþjónustu RÚV á næsta ári. Gert er ráð fyrir að framlög til RÚV verði skorin niður um 6,5% í fjárlagafrumvarpinu 2021 og að auki gerir RÚV ráð fyrir minni auglýsingatekjum á næsta ári. Nemur samdráttur í tekjum rúmlega 9%.