Bíó Paradís opnar efnisveitu, Heimabíó Paradís

Bíó Paradís hefur í dag opnað eigin efnisveitu, Heimabíó Paradís, fyrst íslenskra kvikmyndahúsa. Efnisveitan er í formi greiðsluveitu (pay-per-view).

Til að byrja með eru tíu nýjar og nýlegar myndir í boði, sem verið hafa í sýningum í Bíó Paradís. Að auki er boðið uppá nýja dagskrá hinnar árlegu Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðar sem nú fer í fyrsta skipti fram aðeins á netinu dagana 27. nóv. – 6. des.

Á næstu vikum munu svo reglulega bætast við fleiri myndir, bæði gamlar og nýjar.

Verðskrá er sem hér segir í kynningu (fyrst um sinn munu öll verð birtast í evrum á síðunni. Verið er að vinna í því að fá verðin inn í íslenskum krónum):

Almennt leiguverð – 1190 ISK (6.99 EUR)
Myndir á Barnakvikmyndahátíð – 990 ISK (5.99 EUR)
Frumsýningarverð (glænýjar myndir) – 1690 ISK (9.99 EUR)

Hér má skoða algengar spurningar.

Hér má skoða Heimabíó Paradís.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR