Daglegt færslusafn: Sep 24, 2015

Bíó Paradís tekur upp Bechdel prófið

Dögg Mósesdóttir formaður WIFT tók í dag við Bechdel verðlaununum fyrir hönd WIFT sem Bíó Paradís veitir í tilefni þess að bíóið hefur nú tekið up A-Rating kerfið þar sem allar kvikmyndir í sýningu verða Bechdel prófaðar.

Werner Herzog við tökur á Íslandi

Hinn heimsþekkti leikstjóri Werner Herzog er staddur hér á landi við tökur. Hann kom við í Þjóðarbókhlöðunni í morgun ásamt tökuliði og myndaði handrit eldklerksins Jóns Steingrímssonar. Á myndinn heilsar Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður upp á leikstjórann. Ljósmyndin er af Facebook síðu Landsbókasafnins.

Um hvað snýst „Dagur í lífi þjóðar“?

RÚV býður þér að taka upp myndavélina miðvikudaginn 30. september næstkomandi og segja í lifandi myndum frá lífi þínu þennan dag. Markmiðið er að búa til heimildamynd sem verður svipmynd af þessum tiltekna degi í lífi þjóðarinnar. Ásgrímur Sverrisson, stjórnandi verkefnisins, fer yfir helstu atriði í eftirfarandi innslagi.

Laufey Guðjónsdóttir: Árangurshlutfall kynja í styrkveitingum jafnt síðastliðinn áratug

Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar íslands skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem fram koma ítarlegri upplýsingar um skiptingu styrkja milli kynja en áður hafa birst. Tölurnar ná til áranna 2005-2015 og kemur í ljós að árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Lengri grein Laufeyjar birtist hér ásamt skýringamyndum.