Um Klapptré
- Klapptré er fagmiðill um íslenskar kvikmyndir og sjónvarp.
- Klapptré birtir fréttir um það sem hæst ber hverju sinni í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsheimi. Fréttaflutningur er byggður á siðareglum Blaðamannafélags Íslands.
- Klapptré birtir reglulega hverskyns viðhorf og vangaveltur um kvikmyndir og sjónvarp, þar með talið gagnrýni. Ýmsir pennar koma þar við sögu. Viðhorf þeirra þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf Klapptrés.
- Klapptré leggur áherslu á aðgengi að tölulegum upplýsingum um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann.
- Klapptré er sjálfstæður miðill. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.
- Klapptré lagar sig að því tæki sem þú kýst að nota til að skoða vefinn, hvort heldur sem er tölva, spjaldtölva eða snjallsími.
- Klapptré hóf göngu sína 16. september 2013.


Um ritstjóra
Ásgrímur Sverrisson hefur gert kvikmyndir og fjallað um þær í hverskyns miðlum um áratugaskeið. Hann nam kvikmyndaleikstjórn við National Film and TV School í Bretlandi og hefur bæði fyrir og eftir það stýrt fjölmörgum verkefnum á sviði kvikmynda og sjónvarps. Ásgrímur ritstýrði Landi & sonum, blaði og vef kvikmyndagerðarmanna, um árabil frá stofnun 1995 til 2008 (að undanskildu þriggja ára hléi). Hann var einn þeirra sem höfðu forgöngu um stofnun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar og Edduverðlaunanna 1999 og var framkvæmdastjóri þeirra fyrstu þrjú árin. Hann sat síðan í stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar um margra ára skeið. Þá var hann einn þeirra sem komu Bíó Paradís á fót og var dagskrárstjóri þess frá 2010 til 2013. Ásgrímur sinnir reglulega kennslu, ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um kvikmyndir og kvikmyndagerð.