París norðursins, eftir Hafstein G. Sigurðsson verður frumsýnd í kvikmyndahúsum þann 5.september næstkomandi. Myndin var forsýnd í Ísafjarðarbíói s.l. laugardag.
Breski leikstjórinn Mike Leigh verður heiðursgestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september næstkomandi. Hann tekur við heiðursverðlaunum RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar á Bessastöðum þann 1. október.
Kosning meðlima Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar um framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna fer fram dagana 12.-22. september næstkomandi. Íslenskar kvikmyndir sem frumsýndar eru á bilinu 1. október 2013 til 30. september 2014 koma til greina í valið á bestu erlendu myndinni, auk þess sem framleiðendur myndanna samþykkja að þær séu undir í þessu vali.
Vonarstræti íleikstjórn Baldvins Z og stuttmyndinrar Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason og Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur verða fulltrúar Íslands á Toronto hátíðinni sem hefst á fimmtudag.