Daglegt færslusafn: Jan 13, 2015

104 innsend verk í Edduna

Frestur til að skila inn verkum í Edduna 2015, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), rann út í síðustu viku. Alls voru 104 verk send inn í keppnina. Að auki voru nöfn 265 einstaklinga, sem unnu við öll þessi kvikmynda- og sjónvarpsverk, send inn í fagverðlaun Eddunnar. Gjaldgeng voru verk sem voru frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014.