Daglegt færslusafn: Dec 22, 2014

Edduverðlaunin veitt 21. febrúar, byrjað að taka á móti innsendingum

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Eddunnar 2015 sem haldin verður í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 21. febrúar. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Skilafrestur er til 7. janúar.

Greining | Sveppi 4 önnur vinsælasta Sveppamyndin

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum er í níunda sæti aðsóknarlistans eftir áttundu sýningarhelgi. Myndin hefur fengið alls 32.313 gesti og er nú önnur vinsælasta myndin í seríunni, sem hóf göngu sína 2009.