Daglegt færslusafn: Jan 8, 2016

Tíu nýjar myndir á Frönsku kvikmyndahátíðinni

Alliance française í Reykjavík, sendiráð Frakklands á Íslandi og Græna ljósið standa fyrir hinni árlegu Frönsku kvikmyndahátíð í 16. sinn dagana 15.-27. janúar næstkomandi í Háskólabíói og 17.-24. janúar í Borgarbíói á Akureyri.

Jóhann Jóhannsson aftur tilnefndur til BAFTA verðlauna 

Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Bafta-verðlauna fyrir tónlist sína við kvikmyndina Sicario. Þetta er annað árið í röð sem hann er tilnefndur til þessara verðlauna. Meðal annarra tónskálda sem hljóta tilnefningu eru Ennio Morricone og John Williams.