Í nýrri skýrslu European Audiovisual Observatory er fjallað um fjármögnun evrópskra kvikmynda frá ýmsum hliðum og þar kemur meðal annars fram að dæmigerð evrópsk kvikmynd kostar um 300 milljónir króna.
Aðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó 2020 jókst verulega miðað við 2019, sem reyndar var slappt ár aðsóknarlega. Aukningin er um 15%. Síðasta veiðiferðin er mest sótta bíómynd ársins.
"Hugmyndir um kvikmyndanám á háskólastigi eru langt frá því að vera nýjar af nálinni. Áætlanir og umræður um slíka deild hafa verið í deiglunni síðastliðna tvo áratugi eða svo. Í ljósi þeirrar umræðu sem skapast hefur að undanförnu um nám í kvikmyndagerð á háskólastigi er rétt að setja málið í frekara samhengi og árétta nokkur atriði." Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi sem hópur íslensks kvikmyndafólks skrifar undir.
Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?
Bára Huld Beck skrifar ítarlega fréttaskýringu í Kjarnann um ágreining Fjölmiðlanefndar og RÚV varðandi skilgreininguna á því hvað teljist sjálfstæður framleiðandi og hvað ekki hjá RÚV. Hér verður gripið niður í grein Báru.
Grein mín um hvernig konum í leikstjórastóli hefur fjölgað á undanförnum árum var ekki beint hugsuð sem svar við grein/útvarpspistli Guðrúnar Elsu Bragadóttur sem ber fyrirsögnina Konur leikstýra aðeins 10% íslenskra kvikmynda. Frekar má segja að hún hafi verið innblástur til að skoða málin frá öðru og nærtækara sjónarhorni. En Guðrún hefur skrifað svargrein og hér er svar við henni.
Klassíkin Dave (1993) eftir Ivan Reitman lýsir Ameríku sem trúir á siðvitund, samfélagslegar undirstöður og að hinn almenni maður hafi eitthvað fram að færa. Ævintýri já, ekki hugsað á realískum nótum heldur metafórískum líkt og svo oft í Hollywood myndum.
Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) heldur áfram að skrifa í Kjarnann um fjárfestingu ríkisins í íslenskum kvikmyndaiðnaði og bendir á að þar sem framleiðsla á íslenskri menningu sé greidd úr sameiginlegum, takmörkuðum, sjóðum samfélagsins sé eðlilegt að velta fyrir sér hvort að því fé sé vel varið.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, segir í grein í Kjarnanum að endurgreiðslur til kvikmyndagerðar séu arðbær fjárfesting og að Íslendingar eigi að sækjast eftir því að fá fleiri kvikmyndastjörnur á borð við Vin Diesel til landsins.
Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) fer yfir ýmsar hliðar endurgreiðslukerfisins í grein í Kjarnanum. "Þegar allt er skoðað saman er líklega alveg hægt að fara verr með almannafé," segir Eiríkur meðal annars, en bætir við að einnig þurfi að ganga úr skugga um að þetta fjármagn skili samfélaginu hæstu ávöxtun.
Bransadagar RIFF fórum fram 1.-2. október. Í ár var meðal annars rætt um kvikmyndalandið Ísland og þá möguleika sem það býður uppá. Einnig var rýnt í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs, auk þess sem ungt og upprennandi fólk í kvikmyndum og sjónvarpi sagði frá reynslu sinni.
Í framhaldi af samantekt minni um hvernig konum sem leikstýra bíómyndum og þáttaröðum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum er einnig fróðlegt að skoða hvort konum sem stýra heimildamyndum hafi fjölgað á sama tímabili. Tölur sýna glöggt að þeim hefur fjölgað mikið hlutfallslega, en heimildamyndum hefur hinsvegar fækkað.
Bryndís Pétursdóttir leikkona lést 21. september síðastliðinn, tæplega 92 ára að aldri. Hún átti nær hálfrar aldar feril hjá Þjóðleikhúsinu en var jafnframt fyrsta íslenska leikkonan til að fara með burðarhlutverk í bíómynd.