[Andlát] Ragnheiður Harvey 1948-2023

Ragnheiður Harvey, förðunarmeistari og síðar framleiðandi, er látin 74 ára að aldri.

Ragnheiður var hluti af þeirri kynslóð íslenskra kvikmyndagerðarmanna sem ruddu faginu braut á áttunda áratug síðustu aldar og tók síðan virkan þátt í gerð bíómynda þegar regluleg framleiðsla þeirra hófst í byrjun níunda áratugsins.

Hún starfaði framan af sem förðunarmeistari í Sjónvarpinu og tók þar meðal annars þátt í ýmsum leiknum verkefnum ásamt öðru efni. Síðar var hún meðal stofnenda kvikmyndafélagsins Umba ásamt Guðnýju Halldórsdóttir, Kristínu Pálsdóttur og Ingibjörgu Briem. Þessi hópur stóð meðal annars að gerð kvikmyndanna Skilaboð til Söndru (Kristín Pálsdóttir, 1983) og Stellu í orlofi (Þórhildur Þorleifsdóttir, 1986). Ragnheiður vann einnig við Óðal feðranna (Hrafn Gunnlaugsson, 1980), Útlagann (Ágúst Guðmundsson, 1981) og Húsið (Egill Eðvarðsson, 1983).

Síðar fluttist Ragnheiður til Noregs og starfaði þar meðal annars að framleiðslu barnaefnis fyrir norska ríkisútvarpið, NRK. Hún skilur eftir sig eiginmann og tvö börn.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR