Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
Hlyni Pálmasyni hefur verið boðið að kynna næsta kvikmyndaverkefni sitt, Á landi og sjó, á Investors Circle fjármögnunarmessunni á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
„Við óskum Hlyni Pálmasyni – sem tryggir sér hér sess á meðal fremstu kvikmyndagerðarmanna Evrópu – og öllu því hæfileikaríka teymi sem að baki stendur Ástinni sem eftir er innilega til hamingju,“ segir Gísli Snær Erlingsson forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Einar Þór Gunnlaugsson leikstjóri skrifar um þróun íslensku kvikmyndagreinarinnar og segir hana hafa færst frá því að vera höfundadrifin yfir í að vera framleiðendadrifin, þar sem rödd höfunda sé ekki áberandi.
Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands, tjáir sig hér í fyrsta sinn um þær ástæður sem liggja að baki lokunar skólans og gjaldþrots hans.
Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar.
Helgi Snær Sigurðsson skrifar um heimildamyndina Veðurskeytin eftir Berg Bernburg í Morgunblaðið. Hann segir myndina fara um víðan völl, sem sé bæði styrkur hennar og veikleiki.