Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
Bandaríska kvikmyndaakademían (AMPAS) hefur frestað kynningu á tilnefningum til Óskarsverðlaunanna vegna skógareldanna sem nú geysa á Los Angeles svæðinu. Ýmsar aðrar breytingar hafa verið gerðar, en dagsetning sjálfra Óskarsverðlaunanna hefur ekki breyst enn sem komið er.
Kolbeinn Rastrick fjallar um Guðaveigar Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarssonar í Lestinni á Rás 1 og segir það meðal annars að vissu leyti virðingarvert að Markelsbræður séu að halda uppi heiðri vitleysisgangsins, en hann mætti þó beisla í fágaðra form.
Arnór Pálmi Arnarson og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir eru tilnefnd til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2025 fyrir þáttaröðina Húsó.
Snerting Baltasars Kormáks var langmest sótt af íslenskum kvikmyndum í bíói 2024, en einnig sú tekjuhæsta þegar allar myndir eru taldar. Tíu íslenskar bíómyndir voru frumsýndar 2024 miðað við 8 árið 2023.