Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.
Ásgeir H.Ingólfsson ræðir við Söru Gunnarsdóttur í Heimildinni um feril sinn og gerð teiknimynda. Mynd Söru, My Year of Dicks, hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokki stuttra teiknimynda.
Ágúst Guðmundsson hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Eddunni 2023 fyrir sitt afar mikilvæga og einstaka framlag til íslenskrar kvikmyndalistar.
Edduverðlaunin 2023 voru afhent í Háskólabíói og í beinni útsendingu RÚV í gærkvöldi. Þáttaröðin Verbúðin hlaut alls níu Eddur. Í flokki kvikmynda hlaut Volaða land Edduverðlaun fyrir leikstjórn og kvikmyndatöku en Berdreymi var valin kvikmynd ársins. Velkomin Árni var valin heimildamynd ársins og Hreiður stuttmynd ársins. Ágúst Guðmundsson hlaut heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.
Finnski leikstjórinn Mika Kaurismäki var hér í heimsókn á dögunum vegna sýningar á nýjustu bíómynd sinni, The Grump: In Search of an Escort. Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda.
Endurgreiðslur vegna sjónvarps- og kvikmyndaverkefna gætu numið 7,6 milljörðum á þessu ári. Þetta kemur fram í áhættumati fjármálaráðuneytisins sem kynnt var fyrir fjárlaganefnd Alþingis í vikunni.
Stockfish hátíðin stendur yfir í Bíó Paradís dagana 23. mars til 2. apríl. Alls verða 26 bíómyndir á dagskrá hátíðarinnar, þar á meðal nokkrar sem tilnefndar voru til Óskarsverðlaunanna og Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.
"Ágeng og eftirminnileg períóða með nettum frávikum og skáldaleyfi þar sem öflugir leikarar, frábærir búningar, mögnuð tónlist og kvikmyndataka ásamt íslensku landslagi fara með áhorfendur í krefjandi en þakklátan rannsóknarleiðangur um hinstu rök mannlegrar tilveru," skrifar Þórarinn Þórarinsson um Volaða land Hlyns Pálmasonar í Fréttablaðið.