Almennar sýningar á nýjustu mynd sænska leikstjórans Lukas Moodysson, Vi är bäst! (Við erum bestar!) hefjast í Bíó Paradís á föstudag. Myndin hlaut áhorfendaverðlaun RIFF og var valin besta mynd Tokyohátíðarinnar á dögunum.
Helga Þórey Jónsdóttir fjallar um nýjustu mynd Lukas Moodysson: "Gefur öðrum myndum Lukas Moodysson ekkert eftir og er sérstaklega vel unnin. Aðburðarásin er dýnamísk og skemmtileg og hvert smáatriði á sínum stað."
Mikið veltur á hvernig hugmynd menntamálaráðherra um breytingar á fjármögnun RÚV verður útfærð. Ýmislegt bendir til þess að um frekari skerðingu verði að ræða auk þess sem fé til kaupa á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum minnkar.
Hefja þarf vinnu við uppbyggingu kvikmyndagerðar til lengri tíma eigi síðar en strax. Góð byrjun á þeirri vinnu væri að leiðrétta núverandi fjárlagafrumvarp þannig að niðurskurður verði sambærilegur við niðurskurð Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs.