Heim Fréttir Sunnudagsmorgunn Gísla Marteins í loftið

Sunnudagsmorgunn Gísla Marteins í loftið

-

Gísli Marteinn í nýju hlutverki.
Gísli Marteinn í nýju hlutverki.

Sunnudagsmorgunn, spjallþáttur Gísla Marteins Baldurssonar, fer í loftið þann 27. október á RÚV. Viðskiptablaðið hefur eftir Gísla að Illugi Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir muni ræða menntamál, fjárlög og ríkisstjórn, auk þess sem Ólafur Stephensen, Kolbrún Bergþórsdóttir og Dóri DNA ræði fréttir vikunnar. „Hugmyndin er að þetta verði svona uppbyggilegt og jákvætt sunnudagsmorgunspjall,“ segir Gísli Marteinn.

Hinn reyndi upptökustjóri Jón Egill Bergþórsson stýrir framleiðslunni og annar reynslubolti, Úlfur Grönvold, gerir leikmyndina sem sjá má hér að neðan.

Svona lítur settið út.
Svona lítur settið út.

 

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.