spot_img

Sunnudagsmorgunn Gísla Marteins í loftið

Gísli Marteinn í nýju hlutverki.
Gísli Marteinn í nýju hlutverki.

Sunnudagsmorgunn, spjallþáttur Gísla Marteins Baldurssonar, fer í loftið þann 27. október á RÚV. Viðskiptablaðið hefur eftir Gísla að Illugi Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir muni ræða menntamál, fjárlög og ríkisstjórn, auk þess sem Ólafur Stephensen, Kolbrún Bergþórsdóttir og Dóri DNA ræði fréttir vikunnar. „Hugmyndin er að þetta verði svona uppbyggilegt og jákvætt sunnudagsmorgunspjall,“ segir Gísli Marteinn.

Hinn reyndi upptökustjóri Jón Egill Bergþórsson stýrir framleiðslunni og annar reynslubolti, Úlfur Grönvold, gerir leikmyndina sem sjá má hér að neðan.

Svona lítur settið út.
Svona lítur settið út.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR