Daglegt færslusafn: Dec 30, 2014

Greining | Sveppi 4 önnur vinsælasta íslenska kvikmyndin á árinu

Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum situr í fjórtánda sæti aðsóknarlistans eftir níundu sýningarhelgi, sem jafnframt er sú síðasta á árinu. Myndina sáu 220 manns í liðinni viku, þar af 161 um helgina. Myndin hefur fengið alls 32.528 gesti og er önnur vinsælasta íslenska mynd ársins.