Daglegt færslusafn: Sep 17, 2014

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs: tilnefndar myndir sýndar í Háskólabíói 18.-21. september

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2014 verða afhent þann 29. október. Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói dagana 18.-21. september þar sem myndirnar fimm verða sýndar.

Ólafur Darri með Liam Neeson í „A Walk Among the Tombstones“

Föstudaginn 19. september hefjast sýningar hér á landi á kvikmyndinni A Walk Among the Tombstones þar sem Ólafur Darri Ólafsson leikur á móti Liam Neeson. Myndin hefur hlotið fín viðbrögð gagnrýnenda.