Skoðaðu stutt innslag frá frumsýningu Vonarstrætis sem fram fór í Háskólabíói þann 7. maí s.l. Rætt er við Baldvin Z leikstjóra, Þorstein Bachman leikara og ýmsa gesti.
HEIMSKRINGLA | Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í dag. Engin miðill í víðri veröld gerir hátíðinni jafn góð skil og snillingarnir hjá The Guardian með Peter Bradshaw, Xan Brooks og Catherine Shoard í fararbroddi.
Tómas Valgeirsson á vefnum Bíófíkill skrifar umsögn um Vonarstræti Baldvins Z. og er mjög sáttur, segir meðal annars aðalpersónurnar "lagðar út sem þrívíðar, trúverðugar, misgallaðar manneskjur sem feisa fortíð, nútíð og framtíð á ólíku leveli."
Heiðursgestur Skjaldborgar 2014 er rússneski heimildamyndagerðarmaðurinn Victor Kossakovsky (f. 1961). Hátíðin fer fram á Patreksfiirði um hvítasunnuhelgina 6.-9. júní. Klapptré mun fjalla ítarlega um hátíðina.