Victor Kossakovsky heiðursgestur Skjaldborgar í ár

Victor Kossakovsky.
Victor Kossakovsky.

Heiðursgestur Skjaldborgar 2014 er rússneski heimildamyndagerðarmaðurinn Victor Kossakovsky (f. 1961). Hátíðin fer fram á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina 6.-9. júní. Klapptré mun fjalla ítarlega um hátíðina.

Kossakovsky hefur á undanförnum árum skapað sér stórt nafn í alþjóðlegri heimildamyndagerð, en á hátíðinni verða nokkur af lykilverkum hans sýnd, þar á meðal Belovy (1994) og Vivan las Antipodas! (2011)

Myndir Kossakovsky hverfast oftar en ekki um eina sterka hugmynd og einkennast þær af ljóðrænni og heimspekilegri sýn á hversdaginn í bland við kitlandi húmor. Þá er Kossakovsky þekktur fyrir útgeislun sína og líflega sviðsframkomu enda með mjög ákveðnar skoðanir á forminu. Mikill fengur þykir í nærveru Kossakovskys en hann var t.a.m. heiðursgestur á 25 ára afmæli IDFA, stærstu heimildamyndahátíðar í Evrópu árið 2012.

The BelovsBelovy (1994)
Belovy segir sögu Önnu Belovu sem eftir að hafa orðið ekkja í tvígang býr á sveitabæ ásamt bróður sínum Mikhail. Anna er rökhugsandi vinnuþjarkur, heiðarleg og sterk, Mikhail er oftar en ekki drukkinn, ljóðrænn og heimspekilegur. Myndin er tekin á svarthvíta filmu og tekst Kossakovsky á einstakan hátt að fanga kjarnann í rússneskri þjóðarsál með því að sýna þau systkynin hlið við hlið og í sambúð við náttúruna og rússneska sveit.

vivan-las-antipodasVivan las Antipodas! (2011)
Hvar myndirðu enda ef þú græfir göng beint í gegnum jarðkringluna? Fjöldi rithöfunda – og barna – hafa spurt sig að þessu en Kossakovsky svarar spurningunni í þessari mynd. Hann heimsækir átta staði, fjögur andpólapör sem eru á gagnstæðum punktum á jörðinni: Argentínu og Kína, Spán og Nýja Sjáland, Hawaii og Botswana, og Rússland og Chile. Landslagið og fólkið á hverjum stað ræður framvindunni og frumleg kvikmyndun Kossakovskys kallar fram töfrana á hverjum stað fyrir sig.

10 Reglur Victor Kossakovsky um kvikmyndagerð
1. Don’t film if you can live without filming.

2. Don’t film if you want to say something – just say it or write it. Film only if you want to show something, or you want people to see something. This concerns both the film as a whole and every single shot within the film.

3. Don’t film if you already knew your message before filming – just become a teacher. Don’t try to save the world. Don’t try to change the world. Better if your film will change you. Discover both the world and yourself whilst filming.

4. Don’t film something you just hate. Don’t film something you just love. Film when you aren’t sure if you hate it or love it. Doubts are crucial for making art. Film when you hate and love at the same time.

5. You need your brain both before and after filming, but don’t use your brain during filming. Just film using your instinct and intuition.

6. Try to not force people to repeat an action or words. Life is unrepeatable and unpredictable. Wait, look, feel and be ready to film using your own way of filming. Remember that the very best films are unrepeatable. Remember that the very best films were based on unrepeatable shots. Remember that the very best shots capture unrepeatable moments of life with an unrepeatable way of filming.

7. Shots are the basis of cinema. Remember that cinema was invented as one single shot – documentary, by the way – without any story. Or story was just inside that shot. Shots must first and foremost provide the viewers with new impressions that they never had before.

8. Story is important for documentary, but perception is even more important. Think, first, what the viewers will feel while seeing your shots. Then, form a dramatic structure of your film using the changes to their feelings.

9. Documentary is the only art where every aesthetical element almost always has ethical aspects and every ethical aspect can be used aesthetically. Try to remain human, especially whilst editing your films. Maybe nice people should not make documentaries.

10. Don’t follow my rules. Find your own rules. There is always something that only you can film and nobody else.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR