Heim Gagnrýni Hallgrímur Helgason: "Farið og sjáið Vonarstræti. Stórkostleg kvikmynd"

Hallgrímur Helgason: „Farið og sjáið Vonarstræti. Stórkostleg kvikmynd“

-

Hera Hilmarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson í Vonarstræti eftir Baldvin Z.
Hera Hilmarsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson í Vonarstræti eftir Baldvin Z.

Hallgrímur Helgason er yfir sig hrifinn af Vonarstræti Baldvins Z, en almennar sýningar á henni hefjast á föstudag.

Hallgrímur, sem skrifar á Herðubreið, segir meðal annars:

Eins og títt er eftir góða listneyslu sat maður hálf lamaður í sætinu að lokinni sýningu á meðan fólkið ruddist út í raunveruleikann, svona líka óþolinmótt að komast burt úr paradís listarinnar og heim í sitt hvítveggjaða hversdagshelvíti (aldrei skilið þennan æðibunugang) og keyrði síðan hálf skekinn heim, ólöglega hægt, hugsandi fallega til þessarar ungu hæfileikakynslóðar sem virðist geta allt í mynd og tónum og stendur sjálfsagt á öxlum einhverra en er að uppfylla óskir og drauma sem kraumað hafa í hérlendum listakreðsum áratugum saman.

Það er eitthvað nýtt hér á ferð, einhver áður ókunn gæði. Ef Frikki Þór sá um þöglumyndatímabilið í íslenskri kvikmyndagerð og Balti gerði fyrstu talmyndirnar líður manni eins og hér séu nú að verða til fyrstu litmyndirnar. Allavega… Með Vonarstræti tekur kvikmyndagerðin okkar skrefið upp á danska planið.

Sjá pistil Hallgríms hér: Farið og sjáið Vonarstræti. Stórkostleg kvikmynd. Hver er þessi Baldvin Z? : Herðubreið.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.