Gamanþættirnir Ligeglad í leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar, verða frumsýndir á RÚV á annan í páskum, þann 28. mars. Þættirnir, sem eru sex talsins segja frá ævintýrum leikkonunnar og uppistandarans Önnu Svövu Knútsdóttur í Danmörku ásamt söngvaranum Helga Björnssyni og leikaranum Vigni Rafni Valþórssyni.
Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er áfram í 10. sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar er í því sjötta og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.