spot_img

Gamanþáttaröðin „Ligeglad“ frumsýnd á RÚV annan í páskum

Helgi Björnsson, Anna Svava Knútsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson eru Ligeglad.
Helgi Björnsson, Anna Svava Knútsdóttir og Vignir Rafn Valþórsson eru Ligeglad.

Gamanþættirnir Ligeglad í leikstjórn Arnórs Pálma Arnarsonar, verða frumsýndir á RÚV á annan í páskum, þann 28. mars. Þættirnir, sem eru sex talsins segja frá ævintýrum leikkonunnar og uppistandarans Önnu Svövu Knútsdóttur í Danmörku ásamt söngvaranum Helga Björnssyni og leikaranum Vigni Rafni Valþórssyni.

Aðstandendur segja þættina ekki við hæfi virkra í athugasemdum.

Leikstjóri er Arnór Pálmi Arnarson, sem meðal annars gerði þættina Hæ Gosi! Framleiðendur eru Arnar Knútsson og Karl Pétur Jónsson fyrir Filmus, sem framleitt hefur hundruði sjónvarpsauglýsinga allt frá 1999 auk sjónvarpsþáttanna Atvinnumennirnir okkar og kvikmyndina Svartur á leik.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR