Skjaldborgarhátíðinni hefur verið aflýst í ljósi hertra samkomutakmarkana sem kynntar voru í dag. Hátíðin átti upphaflega að fara fram um hvítasunnuhelgina eins og ávallt en var frestað til verslunarmannahelgarinnar, 31. júlí til 3. ágúst, vegna faraldursins.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað nýtt átta manna kvikmyndaráð. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður, er formaður ráðsins.
Amma Hófí er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi með hátt í fjórtán þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er áfram í fjórða sæti með hátt í 32 þúsund gesti.
Serie Series kaupstefnan, sem sérhæfir sig í leiknu sjónvarpsefni, birti á dögunum viðtal við Nönnu Kristínu Magnúsdóttur leikstjóra þar sem hún ræðir um reynslu sína af gerð Pabbahelga og Ráðherrans.
Dr. Sigrún Sigurðardóttir, dósent á Heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, hefur verið ráðin sem aðstoðarrektor Kvikmyndaskóla Íslands frá 1. september næstkomandi.
Árni Páll Jóhannsson myndlistarmaður og leikmyndahönnuður er látinn eftir langvinn veikindi, 69 ára að aldri. Árni Páll var einn af lykilmönnum í íslenskri kvikmyndagerð allt frá kvikmyndavorstímanum.
Heimildamyndin Collective eftir rúmenska leikstjórann Alexander Nanau var valin besta heimildamyndin á Iceland Documentary Film Festival sem fór fram dagana 15.-19. júlí á Akranesi.
Amma Hófí eftir Gunnar Björn Guðmundsson er í áfram fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi með rúmlega tíu þúsund gesti. Síðasta veiðiferðin er í fjórða sæti og er komin yfir þrjátíu þúsund gesta markið.
Ágúst Guðmundsson hyggst gera að minnsta kosti eina bíómynd og eina heimildamynd áður en hann sest í helgan stein, en Ágúst varð 73 ára á dögunum. Þetta kemur fram í viðtali við Lifðu núna.
Upplýsingar um myndirnar sem sýndar verða á Skjaldborgarhátíðinni eru komnar á vef hátíðarinnar. Alls eru 14 myndir á dagskrá auk sjö verka í vinnslu. Þá verða sýndar þrjár myndir eftir heiðursgestinn, Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Hátíðin fer fram dagana 31. júlí til 3. ágúst á Patreksfirði.
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að til standi að stofna kvikmyndadeild við skólann haustið 2021. Þetta sagði hún á Morgunvakt Rásar 1. Á dögunum kynnti Kvikmyndaskóli Íslands að ætlunin væri að færa skólann á háskólastig, en Fríða Björk segist hafa efasemdir um þau plön.
Endurbætt útgáfa af Björgunarafrekinu við Látrabjarg (1949) eftir Óskar Gíslason verður sýnd á Icedocs heimildamyndahátíðinni á Akranesi, sem hefst 15. júlí. Sama dag fer einnig fram kynning fyrir íslenskt kvikmyndagerðarfólk á B2B Documentary Network.
Frédéric Boyer, dagskrárstjóri hinna kunnu kvikmyndahátíða Les Arcs og Tribeca, fer fyrir dagskrárnefnd RIFF í ár og ber ábyrgð á keppnisflokknum Vitrunum.
Kvikmyndaskóli Íslands hefur gert leigusamning til tuttugu ára við eigendur hússins við Suðurlandsbraut 18. Þá er vonast til þess að skólinn verði viðurkenndur á háskólastigi um næstu áramót.
Amma Hófi eftir Gunnar Björn Guðmundsson er í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Síðasta veiðiferðin er í þriðja sæti, en Mentor í því átjánda.
Tilkynnt hefur verið um þær heimildamyndir sem taka þátt í Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda, en hátíðin verður haldin um verslunarmannahelgina á Patreksfirði dagana 31. júlí - 3. ágúst.