Sjáðu tvo fyrstu þættina í vefþáttaröðinni SKÖP

Dögg Mósesdóttir og Þórey Mjallhvít hafa sent frá sér fyrstu tvo þættina í vefþáttaröðinni Sköp, en þættirnir fjalla um um kynjaklisjur (tropes) í kvikmyndum.

Þórey Mjallhvít leikstýrir og sér um hreyfimyndagerð, en þær Dögg skrifa handrit saman. Dögg framleiðir þættina fyrir Freyja Filmworks.

Þættirnir eru í animation stíl og persónurnar eru byggðar á Dögg og Þórey og þær annast einnig raddsetningu.

Dögg og Þórey leita nú fjármögnunar á næsta þætti sem mun fjalla um konur í ísskápum, en nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér og þar er einnig hægt að styðja það fjárhagslega.

Fyrsti þátturinn, Man Pain, er hér að neðan. Undir honum er annar þáttur, Sexy Lamp.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR