“Northern Wave Film Festival kveður í bili en Northern Wave Productions heilsar í staðinn,” segir Dögg Mósesdóttir hátíðarstjóri á Facebook síðu sinni.
Hún bætir við:
“Takk allir sem komu að hátíðinni undanfarin 15 ár. Þetta er búinn að vera ógleymanlegur tími sem ég er endalaust þakklát fyrir. Ég hlakka til að takast á við ný og spennandi verkefni á nýjum vettvangi.”
Hér má lesa tilkynningu á vef hátíðarinnar.