Stuttmyndin “Leitin að Livingstone” á Clermont-Ferrand

Stuttmynd Veru Sölvadóttur sem byggð er á smásögu Einars Kárasonar valin til keppni á einni helstu stuttmyndahátíð heims.
Posted On 31 Dec 2013

Viðhorf | Páls tími Magnússonar og sýnin á RÚV

Hvernig útvarpsstjóri var Páll Magnússon? Hvernig birtist það í dagskránni, því eina sem í raun skiptir máli? Hvert stefnir RÚV nú þegar stjórnvöld eru (enn og aftur) að þrengja verulega að stofnuninni?

Kitla fyrir “Borgríki II” er hér

Myndin er væntanleg næsta haust.
Posted On 30 Dec 2013

Atli Sigurjónsson gerir upp íslenska kvikmyndaárið

Líklega seint talið eitt af þeim bestu en engu að síður athyglisvert að mörgu leyti, segir Atli Sigurjónsson kvikmyndagagnrýnandi í yfirliti sínu um íslenska kvikmyndaárið 2013 sem birtist í Kjarnanum.
Posted On 30 Dec 2013

Bíó Paradís lítur yfir árið

Fullkomnar stafrænar sýningargræjur, heimsókn Ulrich Seidl og Paradísar þríleikur hans, heimsókn Agniezska Holland, evrópsk kvikmyndahátíð og kennsla í kvikmyndalæsi fyrir börn og unglinga meðal hápunkta ársins.
Posted On 29 Dec 2013

Heimildamynd um heimafæðingar í vinnslu

Dögg Mósesdóttir vinnur nú að heimildamyndinni Valið, sem fjallar um heimafæðingar.
Posted On 29 Dec 2013

“XL” á Amazon

XL Marteins Þórssonar er nú fáanleg til streymis eða niðurhals á Amazon.com í Bandaríkjunum.
Posted On 29 Dec 2013

Þegar Óskar gerði “Sódómu”

Óskar Jónasson segir frá tilurð og gerð Sódómu Reykjavík í stuttu spjalli.
Posted On 28 Dec 2013

Kvikmyndaskólinn áfram í fullum rekstri

Rekstur tryggður á næstu önn, tekið við nýjum nemendum. Framtíð skólans ráðin á vormánuðum.
Posted On 28 Dec 2013

Tökur á “Z for Zachariah” hefjast á Nýja Sjálandi í janúar

Chris Pine, Amanda Seyfried og Chewitel Ejiofor fara með aðalhlutverkin en framleiðendur eru Zik Zak kvikmyndir, Palomar Pictures (Sigurjón Sighvatsson) og framleiðslufyrirtæki Tobey Maguire, Material Pictures.
Posted On 23 Dec 2013

Gleðileg jól

Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegrar jólahátíðar.
Posted On 23 Dec 2013

Ben Stiller prísar Ísland

Ben Stiller dregur hvergi af sér í lýsingum sínum á fegurð lands og þjóðar í eftirfarandi innslagi.
Posted On 21 Dec 2013

“Hross í oss” fær tvenn verðlaun í Les Arcs

Myndin hefur nú hlotið tíu verðlaun á sjö hátíðum.
Posted On 21 Dec 2013

Reykjavíkurborg styrkir Kvikmyndahátíð í Reykjavík í stað RIFF

Sjálfseignarstofnunin Heimili kvikmyndanna fær átta milljóna króna styrk til að halda kvikmyndahátíð á næsta ári.
Posted On 21 Dec 2013

Opnað fyrir innsendingar í Edduna

Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti mánudaginn 6. janúar næstkomandi. Tilnefningar verða kynntar 30. janúar, hátíðin sjálf fer fram 22. febrúar í Hörpu.
Posted On 21 Dec 2013

“Mitty” slátrað í New Yorker – 42% skor á Rotten Tomatoes

Anthony Lane kvikmyndagagnrýnandi The New Yorker er ekki par ánægður með The Secret Life of Walter Mitty og segir hana takast að murrka lífið úr gullfallegri hugmynd án þess að skilja eftir sig nokkur ummerki.
Posted On 19 Dec 2013

Óvissa með rekstur Kvikmyndaskólans en lausna leitað

Rektor segir að verið sé að leita lausna og að hann hafi ekki misst alla von um að úr rættist innan skamms.
Posted On 18 Dec 2013

Hvernig þjóðernishyggja birtist í íslenskum kvikmyndum

Klapptré birtir hluta ritgerðar Herdísar Margrétar Ívarsdóttur frá 2008 þar sem gerð er tilraun til að greina ákveðin leiðarstef, tákn og erkitýpur í íslenskum kvikmyndum 1949 til 2007.
Posted On 18 Dec 2013

Scorsese veitir norrænum myndum heiðursverðlaun í Marrakesh

Sagði norrænar myndir hafa sett mark sitt á miðilinn strax í árdaga og enn sé verið að kanna tilfinningar og mannsandann á nýstarlegan hátt.
Posted On 18 Dec 2013

Einstök frumraun segir Screen um “Hross í oss”

Mark Adams aðalgagnrýnandi Screen segir hana hafa allt til að bera til að njóta velgengni á markaði listrænna kvikmyndahúsa.
Posted On 17 Dec 2013

Ný frétt: Útvarpsstjóri hættir

Segir Páll: "Tel mig ekki njóta nægilegs trausts í stjórn Ríkisútvarpsins til að gegna stöðunni áfram með árangursríkum hætti á erfiðum tímum."
Posted On 17 Dec 2013

Peter Aalbaek Jensen bjartsýnn á framtíð evrópskra kvikmynda

Gefur skít í danskan kvikmyndaiðnað en segir fjármögnunarmöguleika hafa skánað í Evrópu.
Posted On 17 Dec 2013

Birgit Guðjónsdóttir fær WIFT-verðlaun fyrir myndatöku

Hlaut kvikmyndatökuverðlaun Women in Film and Television Showcase sem fram fór á vegum WIFT-samtakanna í Los Angeles á dögunum.
Posted On 17 Dec 2013
12