Stutt (og sjálfsagt ófullkomið) yfirlit yfir helstu bíó- og sjónvarpsafurðir innlendar sem gætu passað í jólapakkann.
Hægt er að fá tvennskonar kort, annarsvegar 12 miða klúbbkort á 10.900 sem jafnframt veitir ýmiskonar vildarkjör og fimm miða klippikort á 5.000 kr. Sjá nánar hér.
Íslensk þýðing á þessari kunnu bók kvikmyndafræðingsins Rudolf Arnheim þar sem hann fjallar um eiginleika kvikmyndarinnar og það sem gerir hana að listgrein. Sjá umfjöllun hér.
DVD útgáfa hinnar áhugaverðu þáttaraðar sem sýnd var í RÚV fyrr á árinu, þar sem fjallað er um efni Íslendingasagna út frá rannsóknum í fornleifafræði. Sjá nánar hér.
Edduverðlaunamynd Baltasars Kormáks er komin út á DVD. Sjá nánar hér.
Bíómynd Þórs Ómars Jónssonar eftir skáldsögu Mikaels Torfasonar sem kom út fyrr á árinu, fjallar um ungan pilt hvers heimur hrynur í kjölfar sjálfsmorðs bróður hans og um leið tvístrar harmleikurinn fjölskyldu hans. Sjá nánar hér.
Jóladagatal Skoppu og Skrítlu, sem var frumsýnt á Stöð 2 fyrir jólin í fyrra, er nú fáanlegt á DVD-diski. Sjá hér.
Hinir vinsælu sjónvarpsþættir eru komnir út á DVD. Sjá hér.