Daglegt færslusafn: Mar 18, 2014

Viðhorf | RÚV endurnýjar samband sitt við þjóðina

Ráðagerðir Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra benda til þess að markmiðið sé að horfast í augu við veruleikann og freista þess að stilla upp nýju Ríkisútvarpi sem endurnýjar samband sitt við almenning gegnum sterka innlenda dagskrá um leið og það tekst á við fjölmiðlaumhverfi sem er að ganga í gegnum stórstígar breytingar. Þetta verður vandrötuð leið en vissulega þess virði að fara, segir Ásgrímur Sverrisson.

Magnús Geir sker upp RÚV

Nú er ljóst að Magnús Geir Þórðarson ætlar að láta hressilega til sín taka á upphafsdögum sínum sem útvarpsstjóri. Í dag tilkynnti hann að leggja ætti aukna áherslu á innlenda dagskrá, ná sérstaklega til yngri aldurshópa og efla nýmiðlun. Þá hefur hann sagt upp öllum deildarstjórum RÚV og verða stöður þeirra auglýstar á ný, auk þess sem undirbúningur er hafinn að flutningi í hagkvæmara húsnæði. Ennfremur á að opna samfélagslega umræðu um hlutverk og dagskrá RÚV og kappkosta að sú umræða skili sér í áherslum og stefnu fyrirtækisins.