2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).
Ný heimildamynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sjóndeildarhringur, verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni og Þrestir Rúnars Rúnarssonar á San Sebastian eins og Klapptré hefur þegar sagt frá. Fúsi, Vonarstræti og finnsk/íslenska myndin The Grump taka einnig þátt í hátíðum haustsins. Fastlega má búast við að tilkynnt verði um aðrar myndir og hátíðir innan skamms.
Þorsteinn Jónsson leikstjóri heldur áfram að tjá sig um kvikmyndir, íslenskar sem erlendar, á vef sínum en Klapptré sagði frá skrifum hans fyrir um einu og hálfu ári. Nú hafa tíu kvikmyndir bæst við, þar á meðal íslensku myndirnar XL og Vonarstræti.
Dagana 16. - 19. apríl verða fjórtán norrænar kvikmyndir sýndar á Nordic Film Fest í Rómarborg. Tvær íslenskar myndir verða sýndar, Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson og Vonarstræti eftir Baldvin Z. Finnska gamanmyndin Nöldurseggurinn, sem er íslensk minnihlutaframleiðsla, verður einnig sýnd ásamt sænsku kvikmyndinni Gentlemen, sem skartar Sverri Guðnasyni í viðamiklu aukahlutverki.
Almennar sýningar á Vonarstræti hefjast í dönskum kvikmyndahúsum á morgun, en myndin er sýnd undir heitinu De små ting eða Litlu hlutirnir. Myndin fær almennt ágætar umsagnir í dönsku pressunni.
Vonarstræti Baldvins Z hlaut áhorfendaverðlaun frönsku hátíðarinnar Mamers en Mars sem fram fór dagana 13.-15. mars. Verðlaunafé nemur um 75 þúsund krónum.
Vonarstræti Baldvins Z var valin besta myndin á Febiofest kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Prag í Tékklandi 19. – 27. mars. Myndin tók þátt í aðalkeppni hátíðarinnar er nefnist „New Europe“ og varð þar hlutskörpust gegn 11 öðrum kvikmyndum. Baldvin var sérstaklega boðið af aðstandendum á hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.
Baldvin Z hefur gert samning við bandarísku umboðsskrifstofuna Paradigm. Variety skýrir frá þessu og nefnir einnig að hugmyndir séu uppi um að endurgera Vonarstræti í sjónvarpsþáttaformi.
Guðmundur Andri Thorsson skrifar pistil í Fréttablaðið um Vonarstræti og París norðursins. Hann segir þá fyrrnefndu dregna stórum dráttum, allt að því melódramatíska og 19. aldarlega í rómantískri sýn sinni á ógæfu og synd en hina innhverfa og ísmeygilega.
Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Tvíliðaleikur(Playing With Balls) verður sýnd á Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 23. janúar til 2. febrúar. Myndin hefur áður verið sýnd á Toronto hátíðinni og RIFF síðastliðið haust.
Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).
Ingvar Þórðarson framleiðandi er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið um helgina. Þar er meðal annars farið yfir feril hans, rætt um stöðuna í kvikmyndagerð og verkefni framundan.
Vonarstræti er talin eiga einhverja möguleika á að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna ef marka má Scott Feinberg sem sérhæfir sig í verðlaunaspekúleringum hjá Hollywood Reporter.
Vonarstræti Baldvins Z var valin besta frumraunin á Tallinn Black Nights kvikmyndahátíðinni í Eistlandi. Myndintók þátt í Tridens keppni hátíðarinnar, sem er ætluð fyrstu eða annarri kvikmynd leikstjóra frá Eystrasalts- og Norðurlöndunum. Að launum hlutu aðstandendur verðlaunagrip og 5000 evra vinningsfé sem leikstjóri og framleiðendur deila með sér.
Hinum árlegu Norrænu bíódögum er að ljúka í Lübeck í Þýskalandi og rétt í þessu var tilkynnt að Vonarstræti eftir Baldvin Z. hefði unnið aðalverðlaun hátíðarinnar, NDR Film Prize.
Föstudaginn 31. október gerast þau undur að hvorki meira né minna en sex íslenskar bíómyndir verða í sýningum í kvikmyndahúsum; Borgríki 2, Afinn, París norðursins, Vonarstræti, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum og Grafir og bein. Tvær þær síðastnefndu verða frumsýndar þennan dag.