Greining | „Vonarstræti“ orðin stærsta mynd ársins

Vonarstræti-þorvaldur-þorsteinn
Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann í Vonarstræti.

Vonarstræti er lang tekjuhæsta mynd ársins samkvæmt lista SMÁÍS, en myndin hefur nú halað inn nær 55 milljónir króna. Næsta mynd á eftir í tekjum er The Secret Life of Walter Mitty með tæplega 42 milljónir króna. Mitty hefur enn vinninginn formlega séð hvað fjölda áhorfenda varðar en Klapptré hefur þó hlerað að Vonarstræti hafi tekið fram úr henni á fyrstu tveimur dögum yfirstandandi viku. Þetta mun væntanlega verða staðfest þegar tölur SMÁÍS liggja fyrir næsta mánudag.

[tble caption=“Tekjur og aðsókn 2014″ width=“500″ colwidth=“20|100|50|50″ colalign=“center|centre|center|center“] MYND,HEILDARTEKJUR,HEILDARAÐSÓKN
Vonarstræti,54.938.960 kr.,37.584
The Secret Life of Walter Mitty,41.791.088 kr.,37.944
The Hobbit: The Desolation of Smaug,40.766.490  kr.,32.162
[/tble](Heimild: SMÁÍS | Tölur miðast við 1. jan. 2014 til og með 22. júní)

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR