spot_img
HeimDreifing"Vonarstræti" sýnd í sænskum kvikmyndahúsum

„Vonarstræti“ sýnd í sænskum kvikmyndahúsum

-

vonarstræti collage

Sýningar á Vonarstræti Baldvins Z hefjast í Svíþjóð á morgun. Njuta Films dreifir myndinni sem þegar hefur fengið góðar móttökur gagnrýnenda.

Goran Everdahl hjá Gomorron Sverige, morgunþætti SVT,  gefur myndinni fjórar stjörnur og segir m.a.:

„Afar dramatísk mynd sem meðal annars minnir á The Wolf of Wall Street. Kemur virkilega á óvart. Fær bestu meðmæli.

Ronny Svensson hjá TV4 segir m.a.:

„Sterk og dökk, hrærir upp í manni. Þú verður að sjá þessa.“

Og í Amelia, einu stærsta kvennatímariti Svíþjóðar segir:

”Hera Hilmarsdóttir er stórkostleg… bara tímaspursmál hvenær hún dúkkar upp í Hollywood.“

Sjá nánar hér: Njutafilms » Life in a Fishbowl (Bio)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR