spot_img

Stuttmyndin „Brothers“ verðlaunuð í Palm Springs

Rammi úr Brothers. Til hægri: Þórður Pálsson leikstjóri.
Rammi úr Brothers. Til hægri: Þórður Pálsson leikstjóri.

Brothers, útskriftarmynd Þórðar Pálssonar frá The National Film and Television School í Bretlandi, hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Palm Springs Shortfest í Kaliforníu. Þórður er einnig á leiðinni á Nordic Talents með tvö verkefni.

Brothers segir af hinum sextán ára gamla Chris sem býr með vandræðagemsanum bróður sínum David í niðurníddu þorpi við sjávarsíðuna. Einn örlagaríkan dag finnur hann David í blóði sínu á stofugólfinu um sama leyti og falleg utanbæjar stúlka kemur óvænt inn í líf hans. Hún verður til þess að Chris dreymir um eitthvað betra, en David virðist enn einu sinni ætla að drepa þá von í fæðingu og draga hann aftur niður í svaðið.

Sjá má stiklu myndarinnar hér:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR