spot_img

THE DAMNED sýnd væntanlegum kaupendum á Berlínarhátíðinni

Protagonist Pictures mun sýna væntanlegum dreifingaraðilum brot úr kvikmynd Þórðar Pálssonar, The Damned, á European Film Market í Berlín í vikunni.

Myndin var tekin upp hér á landi í fyrra, líkt og Klapptré skýrði frá. Odessa Young (The Staircase frá HBO) fer með hlutverk Evu, ekkju sem rekur einangraða veiðistöð á Vestfjörðum á 19. öld. Þegar skip sekkur undan ströndinni þarf Eva og hennar fólk að velja hvort bjarga skuli bjarga skipbrotsmönnum eða láta þá deyja.

Hollywood Reporter skýrir frá.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR