HeimEfnisorðRÚV

RÚV

HÚSÓ: Sögur þurfa sársaukatón

Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Arnór Pálmi Arnarsson skrifa handritið að Húsó, nýjum leiknum þáttum á RÚV sem Arnór leikstýrir. Rætt var við þau á menningarvef RÚV.

Nýtt íslenskt í sjónvarpi yfir hátíðarnar

Hér er ýmislegt forvitnilegt sem finna má í sjónvarpsdagskránni yfir jól og áramót, leikið sjónvarpsefni, bíómyndir og heimildamyndir.

Skarphéðinn: Meira fé til ódýrari innlendra þáttaraða

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir Nordic Film and TV News að RÚV muni á næstunni verja meira fé til ódýrari þáttaraða sem beint sé að áhorfendum innanlands.

Deilt um heimildamyndina BARÁTTAN UM ÍSLAND

Heimildamyndin Baráttan um Ísland sem sýnd var í tveimur hlutum á RÚV síðastliðið sunnudags- og mánudagskvöld, hefur vakið nokkrar deilur.

RÚV hluti af nýju samstarfi átta evrópskra sjónvarpsstöðva um framleiðslu þáttaraða

Almannastöðvar Norðurlandanna og þriggja annarra Evrópuríkja hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega fjármögnun þáttaraða undir heitinu New8. RÚV er hluti af verkefninu.

Skarphéðinn: Margt spennandi á leiðinni

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV ræðir við Nordic Film and TV News um helstu dagskráráherslur varðandi leikið efni og verkefnin framundan.

Hafsteinn Gunnar og Dóri DNA ræða AFTURELDINGU

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) ræddu við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um þáttaröðina Aftureldingu, en sýningar hefjast á páskadag á RÚV.

Jóladagatal RÚV, RANDALÍN OG MUNDI, hefst 1. desember

Ný íslensk leikin þáttaröð, Randalín og Mundi: Dagar í desember, hefur göngu sína 1. desember á RÚV. Þættirnir verða á dagskrá daglega til og með 24. desember, enda svokallað jóladagatal.

RÚV auglýsir eftir aðstoðar dagskrárstjóra

Þarf að hafa breiða þekkingu á dagskrárefni og framleiðslu. Um er að ræða faglega umsjón og samstarf við dagskrárstjóra um innkaup og framleiðslu á heimildaefni, fræðslu og menningarefni.

Þrjár leiknar þáttaraðir á vetrardagskrá RÚV

RÚV hefur kynnt væntanlega vetrardagskrá sína í nýrri stiklu. Meðal efnis í vetur verða þrjár íslenskar þáttaraðir, Verbúð, Vitjanir og þriðja syrpa Ófærðar.

Benedikt Erlingsson um DÖNSKU KONUNA: Hörmungarklám og popp

Trine Dyr­holm mun fara með titil­hlut­verkið í sjón­varps­serí­unni Danska kon­an í leik­stjórn Bene­dikts Erl­ings­son­ar, sem hann skrifaði í sam­vinnu við Ólaf Egil Eg­ils­son. „Það stefn­ir í að upp­tök­ur geti haf­ist í Reykja­vík næsta vor á Dönsku kon­unni sem er sex þátta sjón­varps­sería sem RÚV og DR koma að ásamt öðrum," segir Benedikt í samtali við Morgunblaðið.

Sjónvarpsmyndin SÓTTKVÍ sýnd páskadag á RÚV: Einmanaleikinn gerir fólk ringlað og hvatvíst

Sjónvarpsmyndin Sóttkví verður sýnd á páskadag, 4. apríl, á RÚV. Reynir Lyngdal leikstýrir eftir handriti Birnu Önnu Björnsdóttur og Auðar Jónsdóttur. Elma Lísa Gunnarsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Hilmar Guðjónsson fara með helstu hlutverk.

[Stikla, plakat] ÍSLAND: BÍÓLAND hefst á RÚV 14. mars

Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma. Þættirnir hefja göngu sína í RÚV sunnudaginn 14. mars. Stikla og plakat þáttanna hafa verið opinberuð.

Baldvin Z undirbýr þáttaröð um Vigdísi forseta

Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verkefnið hefur verið lengi í bígerð en Klapptré sagði fyrst frá slíkum fyrirætlunum 2014.

Menntamálaráðherra segir ótvírætt hvað sé sjálfstæður framleiðandi í nýjum þjónustusamningi

Upphæðir sem renna til sjálfstæðra framleiðenda í nýjum þjónustusamningi við RÚV lækka en skerpt er á skilgreiningu hugtaksins. Ráðherra segir sinn skilning á hugtakinu ótvírætt þann sem er í nýja þjónustusamningnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

RÚV verji 12% af útvarpsgjaldi til sjálfstæðra framleiðenda og meðframleiðslu samkvæmt nýjum þjónustusamningi

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. sem var undirritaður í dag. Í samningnum segir meðal annars að RÚV skuli verja 12% af innheimtu útvarpsgjalds til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum. Þá er nánar skilgreindur réttur Ríkisútvarpsins til eignarhlutar í samstarfsverkefnum í samræmi við fjárframlög og greiðslur til listamanna í samstarfsverkefnum. 

Þrjár íslenskar kvikmyndir í sjónvarpi yfir jólin

Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu skal bent á að þrjár íslenskar kvikmyndir eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin.

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.

Sjónarmið RÚV að skoða þurfi í hverju og einu tilviki hvort einstaklingur geti talist „sjálfstæður framleiðandi“

Bára Huld Beck skrifar ítarlega fréttaskýringu í Kjarnann um ágreining Fjölmiðlanefndar og RÚV varðandi skilgreininguna á því hvað teljist sjálfstæður framleiðandi og hvað ekki hjá RÚV. Hér verður gripið niður í grein Báru.

Samdráttur í dagskrárgerð á næsta ári hjá RÚV samkvæmt útvarpsstjóra

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir fyrirsjáanlegt að draga þurfi saman í dagskrárgerð og fréttaþjónustu RÚV á næsta ári. Gert er ráð fyrir að framlög til RÚV verði skorin niður um 6,5% í fjárlagafrumvarpinu 2021 og að auki gerir RÚV ráð fyrir minni auglýsingatekjum á næsta ári. Nemur samdráttur í tekjum rúmlega 9%.

Fjöl­miðlanefnd gagnrýnir hvernig RÚV skil­grein­ir kaup sín af sjálf­stæðum fram­leiðend­um

Fjöl­miðlanefnd ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við það háttalag Ríkisútvarpsins á starfs­ár­inu 2018 að skilgreina greiðslur til verktaka sem greiðslur til sjálfstæðra verktaka. Fjallað er um þetta...

Skarphéðinn Guðmundsson: Margar sterkar þáttaraðir á leiðinni

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV ræðir væntanlegar þáttaraðir, dagskrárstefnu RÚV, kynjajafnvægi, fjármögnunaráskoranir og samvinnu við hinar norrænu almannastöðvarnar í ítarlegu viðtali við Nordic Film and TV News.

Viðhorf | Ögn um erindið við umheiminn og okkur sjálf

Hvernig þróunin í átt að auðveldara aðgengi að gífurlegu magni erlends (aðallega bandarísks) myndefnis gegnum efnisveitur brýnir okkur til að gefa hressilega í varðandi íslenskt efni, bæði fyrir umheiminn en jafnvel enn frekar fyrir okkur sjálf.

„Pabbahelgar“: Blákaldur íslenskur raunveruleiki

Sýningar á þáttaröðinni Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur hefjast á RÚV á sunnudagskvöld, 6. október. Morgunútvarp Rásar 2 spjallaði við Nönnu Kristínu og Huldar Breiðfjörð sem einnig semur handrit ásamt Sólveigu Jónsdóttur. Zik Zak framleiðir þættina.

Nanna Kristín Magnúsdóttir: Pabbahelgar ekki fyrir alla fjölskylduna

Nanna Kristín Magnúsdóttir framleiðir, skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Pabbahelgum sem verða sýndir á RÚV í haust. Rætt var við hana í þættinum Sumarmál á Rás 1.

Heimildamyndin „Jól í lífi þjóðar“ sýnd á annan dag jóla

Heimildamyndin Jól í lífi þjóðar lýsir jólum og undirbúningi þeirra hjá fjölda fólks heima og heiman. Myndin verður frumsýnd á RÚV að kvöldi annars dags jóla.

Baltasar Kormákur um „Ófærð 2“: Vildi segja eitthvað sem skiptir máli

„Markmiðið var að reyna að gera betur. Mig langaði til að nota tækifærið og fjalla um eitthvað sem skiptir mig máli og nota þrillerinn, án þess að tapa spennu og skemmtanagildi, til þess að fjalla um viðkvæmari mál eins og Ísland og landvernd," segir Baltasar Kormákur um nýja syrpu þáttaraðarinnar Ófærð sem frumsýnd verður á RÚV annan dag jóla.

[Stikla] „Fullveldis Festival“ á fjörtíu mínútum

Innslög Berglindar Pétursdóttur (Berglind Festival) um fullveldisafmælið, sem birtust í Vikunni Gísla Marteins Baldurssonar á haustmánuðum verða auk viðbótarefnis sett saman í eina 40 mínútna kvikmynd, Fullveldis Festival Sagan öll, sem sýnd verður á RÚV þann 21. desember. Steingrímur Dúi Másson leikstýrir og framleiðir.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR