Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson (Dóri DNA) ræddu við Síðdegisútvarpið á Rás 2 um þáttaröðina Aftureldingu, en sýningar hefjast á páskadag á RÚV.
Ný íslensk leikin þáttaröð, Randalín og Mundi: Dagar í desember, hefur göngu sína 1. desember á RÚV. Þættirnir verða á dagskrá daglega til og með 24. desember, enda svokallað jóladagatal.
Þarf að hafa breiða þekkingu á dagskrárefni og framleiðslu. Um er að ræða faglega umsjón og samstarf við dagskrárstjóra um innkaup og framleiðslu á heimildaefni, fræðslu og menningarefni.
Ísland: bíóland, þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma, er nú fáanleg á streymisveitunni Uppkast.
RÚV hefur kynnt væntanlega vetrardagskrá sína í nýrri stiklu. Meðal efnis í vetur verða þrjár íslenskar þáttaraðir, Verbúð, Vitjanir og þriðja syrpa Ófærðar.
Trine Dyrholm mun fara með titilhlutverkið í sjónvarpsseríunni Danska konan í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, sem hann skrifaði í samvinnu við Ólaf Egil Egilsson. „Það stefnir í að upptökur geti hafist í Reykjavík næsta vor á Dönsku konunni sem er sex þátta sjónvarpssería sem RÚV og DR koma að ásamt öðrum," segir Benedikt í samtali við Morgunblaðið.
Sjónvarpsmyndin Sóttkví verður sýnd á páskadag, 4. apríl, á RÚV. Reynir Lyngdal leikstýrir eftir handriti Birnu Önnu Björnsdóttur og Auðar Jónsdóttur. Elma Lísa Gunnarsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Hilmar Guðjónsson fara með helstu hlutverk.
Ísland: bíóland er þáttaröð í tíu hlutum um sögu íslenskra kvikmynda frá byrjun tuttugustu aldar til okkar tíma. Þættirnir hefja göngu sína í RÚV sunnudaginn 14. mars. Stikla og plakat þáttanna hafa verið opinberuð.
Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verkefnið hefur verið lengi í bígerð en Klapptré sagði fyrst frá slíkum fyrirætlunum 2014.
Upphæðir sem renna til sjálfstæðra framleiðenda í nýjum þjónustusamningi við RÚV lækka en skerpt er á skilgreiningu hugtaksins. Ráðherra segir sinn skilning á hugtakinu ótvírætt þann sem er í nýja þjónustusamningnum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. sem var undirritaður í dag. Í samningnum segir meðal annars að RÚV skuli verja 12% af innheimtu útvarpsgjalds til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum. Þá er nánar skilgreindur réttur Ríkisútvarpsins til eignarhlutar í samstarfsverkefnum í samræmi við fjárframlög og greiðslur til listamanna í samstarfsverkefnum.
Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu skal bent á að þrjár íslenskar kvikmyndir eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin.
Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.
Bára Huld Beck skrifar ítarlega fréttaskýringu í Kjarnann um ágreining Fjölmiðlanefndar og RÚV varðandi skilgreininguna á því hvað teljist sjálfstæður framleiðandi og hvað ekki hjá RÚV. Hér verður gripið niður í grein Báru.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir fyrirsjáanlegt að draga þurfi saman í dagskrárgerð og fréttaþjónustu RÚV á næsta ári. Gert er ráð fyrir að framlög til RÚV verði skorin niður um 6,5% í fjárlagafrumvarpinu 2021 og að auki gerir RÚV ráð fyrir minni auglýsingatekjum á næsta ári. Nemur samdráttur í tekjum rúmlega 9%.
Fjölmiðlanefnd gerir alvarlegar athugasemdir við það háttalag Ríkisútvarpsins á starfsárinu 2018 að skilgreina greiðslur til verktaka sem greiðslur til sjálfstæðra verktaka.
Fjallað er um þetta...
Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV ræðir væntanlegar þáttaraðir, dagskrárstefnu RÚV, kynjajafnvægi, fjármögnunaráskoranir og samvinnu við hinar norrænu almannastöðvarnar í ítarlegu viðtali við Nordic Film and TV News.
Hvernig þróunin í átt að auðveldara aðgengi að gífurlegu magni erlends (aðallega bandarísks) myndefnis gegnum efnisveitur brýnir okkur til að gefa hressilega í varðandi íslenskt efni, bæði fyrir umheiminn en jafnvel enn frekar fyrir okkur sjálf.
Sýningar á þáttaröðinni Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur hefjast á RÚV á sunnudagskvöld, 6. október. Morgunútvarp Rásar 2 spjallaði við Nönnu Kristínu og Huldar Breiðfjörð sem einnig semur handrit ásamt Sólveigu Jónsdóttur. Zik Zak framleiðir þættina.
Nanna Kristín Magnúsdóttir framleiðir, skrifar, leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Pabbahelgum sem verða sýndir á RÚV í haust. Rætt var við hana í þættinum Sumarmál á Rás 1.
Heimildamyndin Jól í lífi þjóðar lýsir jólum og undirbúningi þeirra hjá fjölda fólks heima og heiman. Myndin verður frumsýnd á RÚV að kvöldi annars dags jóla.
„Markmiðið var að reyna að gera betur. Mig langaði til að nota tækifærið og fjalla um eitthvað sem skiptir mig máli og nota þrillerinn, án þess að tapa spennu og skemmtanagildi, til þess að fjalla um viðkvæmari mál eins og Ísland og landvernd," segir Baltasar Kormákur um nýja syrpu þáttaraðarinnar Ófærð sem frumsýnd verður á RÚV annan dag jóla.
Innslög Berglindar Pétursdóttur (Berglind Festival) um fullveldisafmælið, sem birtust í Vikunni Gísla Marteins Baldurssonar á haustmánuðum verða auk viðbótarefnis sett saman í eina 40 mínútna kvikmynd, Fullveldis Festival Sagan öll, sem sýnd verður á RÚV þann 21. desember. Steingrímur Dúi Másson leikstýrir og framleiðir.
Sýningar á þáttaröðinni Flateyjargátu hefjast á RÚV sunnudaginn 18. nóvember. Leikstjóri er Björn B. Björnsson, höfundur handrits er Margrét Örnólfsdóttir en þættirnir byggja á samnefndri skáldsögu Viktors Arnar Ingólfssonar.
Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Ráðherranum, sem verður tekin upp á næsta ári. Þar leikur Ólafur Darri óhefðbundinn stjórnmálamann sem verður forsætisráðherra Íslands, hvers ákvarðanir verða verða sífellt óvenjulegri eftir að hann tekur við embætti. Sagafilm framleiðir þættina sem hafa verið í þróun í nokkur ár.
RÚV hefur birt upplýsingar og gjaldskrá á vef sínum varðandi útleigu stúdíósins í Efstaleiti sem og annarrar tækniaðstöðu fyrir sjálfstæða framleiðendur sjónvarps- og kvikmyndaefnis, hvort sem það er framleiðsla fyrir RÚV eða aðra.
Tökur eru hafnar á heimildaþáttaröð um sögu íslenskra kvikmynda. Gert er ráð fyrir að sýningar hefjist í byrjun árs 2020 á RÚV. Ásgrímur Sverrisson stjórnar gerð verksins og skrifar handrit. Guðbergur Davíðsson, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Kvikmyndasögur ehf.
Útvarpsstjórar norrænu almannaþjónustumiðlanna fimm kynntu á dögunum „Nordic 12“ sem er nýtt samstarf um framleiðslu og sýningu leikins efnis á almannastöðvum Norðurlandanna. Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir í spjalli við Klapptré að þetta muni skjóta fleiri stoðum undir fjármögnun íslensks efnis sem og tryggja aðgengi þess á hinum Norðurlöndunum.
Heiða Jóhannsdóttir fjallar um Mannasiði, sjónvarpsmynd Maríu Reyndal, í Lestinni á Rás 1 og segir hana gott dæmi um fágaða kvikmyndagerð fyrir sjónvarp.
Ragnheiður Birgisdóttir skrifar á Starafugl um Mannasiði, sjónvarpsmynd Maríu Reyndal. "Mannasiðir er saga um venjulegt fólk í íslenskum samtíma og því dregur myndin fólk að skjánum. Sú aðferð að sýna frá reynslu og tilfinningum bæði þolenda og gerenda er áhrifarík leið til að ná til áhorfenda," segir Ragnheiður meðal annars.
Mannasiðir kallast ný íslensk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem frumsýnd verður á RÚV um páskana. Myndin er samstarfsverkefni RÚV og framleiðslufyrirtækisins Glassriver, en María Reyndal leikstýrir og skrifar handrit. Sagan snýst um meint kynferðisbrot og áhrif þess á geranda, þolanda, fjölskyldur þeirra og vini.