HeimBransinnFjöl­miðlanefnd gagnrýnir hvernig RÚV skil­grein­ir kaup sín af sjálf­stæðum fram­leiðend­um

Fjöl­miðlanefnd gagnrýnir hvernig RÚV skil­grein­ir kaup sín af sjálf­stæðum fram­leiðend­um

-

Fjöl­miðlanefnd ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við það háttalag Ríkisútvarpsins á starfs­ár­inu 2018 að skilgreina greiðslur til verktaka sem greiðslur til sjálfstæðra verktaka.

Fjallað er um þetta á mbl.is:

Sam­kvæmt lög­um um Rík­is­út­varpið er stofn­un­inni skylt að verja 10 pró­sent­um af heild­ar­tekj­um sín­um á ár­inu 2018 til kaupa eða meðfram­leiðslu á efni frá sjálf­stæðum fram­leiðend­um.

Í grein­ar­gerð RÚV kem­ur fram að kaup af sjálf­stæðum fram­leiðend­um árið 2018 hafi verið 13,24 pró­sent. Við nán­ari skoðun kem­ur í ljós að stór hluti af þess­um greiðslum rann til verk­taka. Sam­kvæmt lista yfir kaup RÚV af sjálf­stæðum fram­leiðend­um voru verk­taka­greiðslur til dag­skrár­gerðarfólks, pródú­senta og mynda­töku­manna hjá RÚV meðal þess sem talið var til kaupa af sjálf­stæðum fram­leiðend­um. Þar á meðal voru greiðslur til ein­stak­linga sem störfuðu fyr­ir íþrótta­deild og við sjón­varpsþætt­ina Menn­ing­una, Land­ann, Gettu bet­ur, Silfrið og Vik­una.

Seg­ir skil­grein­ingu RÚV ekki stand­ast skoðun

Fjöl­miðlanefnd kemst að þeirri niður­stöðu að skil­grein­ing RÚV á sjálf­stæðum fram­leiðend­um stand­ist ekki skoðun. Hug­takið er hvorki skil­greint í lög­um um Rík­is­út­varpið né í samn­ingi um fjöl­miðlaþjón­ustu í al­mannaþágu. Í lög­um um fjöl­miðla er hins veg­ar kveðið á um að sjálf­stæðir fram­leiðend­ur séu lögaðilar óháðir viðkom­andi fjöl­miðlaveitu.

Hluti greiðsln­anna sem skil­greind­ar voru til sjálf­stæðra fram­leiðenda var til verk­taka sem hafa það að aðal­starfi að sinna íþróttaf­rétt­um eða dag­skrá­gerð í sjón­varpsþátt­um RÚV og eru hluti af dag­legri eða viku­legri dag­skrá. Auk þess sem þess­ir ein­stak­ling­ar voru fram til 8. júlí 2020 skráðir sem starfs­menn RÚV á vefn­um og með eigið net­fang á netþjóni RÚV. Þess­ar upp­lýs­ing­ar um starfs­menn voru fjar­lægðar af vef RÚV hinn 8. júlí.

Fjöl­miðlanefnd tel­ur ríka ástæðu til þess að gerðar verði rík­ari kröf­ur um sjálf­stæði og óhæði hinna sjálf­stæðu fram­leiðenda sem greiðslur RÚV renna til. Í skýrsl­unni kem­ur fram að mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið ætli að breyta samn­ings­ákvæðunum um sjálf­stæða fram­leiðend­ur í drög­um að nýj­um þjón­ustu­samn­ingi með þeim hætti að aðeins verði gerð krafa um kaup af sjálf­stæðum fram­leiðend­um.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR