Heim Bransinn Fjöl­miðlanefnd gagnrýnir hvernig RÚV skil­grein­ir kaup sín af sjálf­stæðum fram­leiðend­um

Fjöl­miðlanefnd gagnrýnir hvernig RÚV skil­grein­ir kaup sín af sjálf­stæðum fram­leiðend­um

-

Fjöl­miðlanefnd ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við það háttalag Ríkisútvarpsins á starfs­ár­inu 2018 að skilgreina greiðslur til verktaka sem greiðslur til sjálfstæðra verktaka.

Fjallað er um þetta á mbl.is:

Sam­kvæmt lög­um um Rík­is­út­varpið er stofn­un­inni skylt að verja 10 pró­sent­um af heild­ar­tekj­um sín­um á ár­inu 2018 til kaupa eða meðfram­leiðslu á efni frá sjálf­stæðum fram­leiðend­um.

Í grein­ar­gerð RÚV kem­ur fram að kaup af sjálf­stæðum fram­leiðend­um árið 2018 hafi verið 13,24 pró­sent. Við nán­ari skoðun kem­ur í ljós að stór hluti af þess­um greiðslum rann til verk­taka. Sam­kvæmt lista yfir kaup RÚV af sjálf­stæðum fram­leiðend­um voru verk­taka­greiðslur til dag­skrár­gerðarfólks, pródú­senta og mynda­töku­manna hjá RÚV meðal þess sem talið var til kaupa af sjálf­stæðum fram­leiðend­um. Þar á meðal voru greiðslur til ein­stak­linga sem störfuðu fyr­ir íþrótta­deild og við sjón­varpsþætt­ina Menn­ing­una, Land­ann, Gettu bet­ur, Silfrið og Vik­una.

Seg­ir skil­grein­ingu RÚV ekki stand­ast skoðun

Fjöl­miðlanefnd kemst að þeirri niður­stöðu að skil­grein­ing RÚV á sjálf­stæðum fram­leiðend­um stand­ist ekki skoðun. Hug­takið er hvorki skil­greint í lög­um um Rík­is­út­varpið né í samn­ingi um fjöl­miðlaþjón­ustu í al­mannaþágu. Í lög­um um fjöl­miðla er hins veg­ar kveðið á um að sjálf­stæðir fram­leiðend­ur séu lögaðilar óháðir viðkom­andi fjöl­miðlaveitu.

Hluti greiðsln­anna sem skil­greind­ar voru til sjálf­stæðra fram­leiðenda var til verk­taka sem hafa það að aðal­starfi að sinna íþróttaf­rétt­um eða dag­skrá­gerð í sjón­varpsþátt­um RÚV og eru hluti af dag­legri eða viku­legri dag­skrá. Auk þess sem þess­ir ein­stak­ling­ar voru fram til 8. júlí 2020 skráðir sem starfs­menn RÚV á vefn­um og með eigið net­fang á netþjóni RÚV. Þess­ar upp­lýs­ing­ar um starfs­menn voru fjar­lægðar af vef RÚV hinn 8. júlí.

Fjöl­miðlanefnd tel­ur ríka ástæðu til þess að gerðar verði rík­ari kröf­ur um sjálf­stæði og óhæði hinna sjálf­stæðu fram­leiðenda sem greiðslur RÚV renna til. Í skýrsl­unni kem­ur fram að mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið ætli að breyta samn­ings­ákvæðunum um sjálf­stæða fram­leiðend­ur í drög­um að nýj­um þjón­ustu­samn­ingi með þeim hætti að aðeins verði gerð krafa um kaup af sjálf­stæðum fram­leiðend­um.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.