Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðssonhlaut aðalverðlaun Anonimul kvikmyndahátíðarinnar sem haldin var við Svartahafið í Rúmeníu um síðastliðna helgi. Verðlaunin voru veitt af áhorfendunum og var Hafsteinn Gunnar viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Þetta eru 8. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hlaut á dögunum Roger Ebert-verðlaunin fyrir bestu frumraun leikstjóra á Traverse City-kvikmyndahátíðinni, sem haldin er í Michigan í Bandaríkjunum.
Lof mér að falla eftir Baldvin Z hefur verið valin á Toronto hátíðina sem hefst þann 6. september næstkomandi. Myndin verður frumsýnd á Íslandi þann 7. september.
Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.