Stundin fjallar um baksvið þeirra atburða sem sjá má í kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðinu. „Héraðið er í rauninni bara smækkuð mynd af Íslandi. Það er mjög mikil einokun á mörgum sviðum á Íslandi, það er okur og spilling og svo þessi mikla þöggun. Þetta eru allt sterk element í myndinni. Ég hugsa Ingu sem persónugervingur nýja Íslands á meðan kaupfélagið er gamla Ísland,“ segir Grímur í spjalli við Stundina.
Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.
Um þessar mundir má sjá nokkurn hóp íslenskra leikara bregða fyrir í alþjóðlegum kvikmynda- og sjónvarpsverkum. Í sjálfu sér ekkert nýtt nema hvað þeir eru óvenju margir þessa dagana. Þarna eru Tómas Lemarquis, Ólafur Darri Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, María Birta Bjarnadóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) leggjast alfarið gegn nokkrum breytingum sem boðaðar eru í drögum frumvarps um breyttar reglur á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu.
"Snjöll og skemmtileg mynd með sterka pólitíska slagsíðu sem á erindi við alla, hvort sem þeir búa í sveit eða borg," segir Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins meðal annars í umsögn sinni um Héraðið eftir Grím Hákonarson, sem hún gefur fjórar stjörnur.
Sagan sem slík náði einhverra hluta vegna aldrei alveg að fanga mig þrátt fyrir að vera að flestu leyti mjög vel gerð kvikmynd sem tekur á gríðarlega áhugaverðu efni," segir Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Tengivagnsins á Rás 1 um Héraðið eftir Grím Hákonarson.