Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson má sjá í pólskum, norskum, sænskum, belgískum og hollenskum kvikmyndahúsum þessa dagana. Myndin hefur fengið mjög góðar viðtökur og fær meðal annars 5 stjörnur hjá gagnýnanda NRK í Noregi og 4 stjörnur í Aftenposten.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson verður frumsýnd í Frakklandi þann 4. júlí í alls 131 kvikmyndahúsi. Hér má sjá franska kynningarstiklu myndarinnar.
Adrift Baltasars Kormáks er í með rúma 9,600 gesti eftir þriðju sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með yfir þrettán þúsund gesti eftir sjöttu sýningarhelgi.
Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi fjallar um Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar á Fésbókarsíðu sinni og segir hana vonda mynd, löðrandi í pólitískum rétttrúnaði.
RÚV hefur birt upplýsingar og gjaldskrá á vef sínum varðandi útleigu stúdíósins í Efstaleiti sem og annarrar tækniaðstöðu fyrir sjálfstæða framleiðendur sjónvarps- og kvikmyndaefnis, hvort sem það er framleiðsla fyrir RÚV eða aðra.