Heim Gagnrýni Jón Viðar Jónsson um "Kona fer í stríð": Mun lifa stutt og...

Jón Viðar Jónsson um „Kona fer í stríð“: Mun lifa stutt og gleymast

-

Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi fjallar um Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar á Fésbókarsíðu sinni og segir hana vonda mynd, löðrandi í pólitískum rétttrúnaði.

Jón Viðar segir:

Fór að sjá Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson í gærkveldi. Vond mynd – afar vond. Hún er svo löðrandi í pólitískum rétttrúnaði um umhverfisvernd, ættleiðingu barna, illa meðferð á útlendingum og fleira þess háttar að ég man varla eftir öðru eins úr íslenskri bíómynd. Aðalpersónan er einhvers konar tvískiptingur, Halldóra Geirharðsdóttir leikur báða partana: annar er Súpermann (afsakið Súperkona) sem býr í 101 R og stundar terrorisma í þágu umhverfisverndar, hinn er jógi sem trúir á frið á jörðu eins og hipparnir; í lok myndarinnar fallast þessir partar í faðma og ganga upp í einhverju sem ég geri ráð fyrir að eiga að að vera æðra vitundarstig, ímynd siðferðislegrar fullkomnunar hér á jörð – eða sú er sýnilega tilætlun Benedikts. Svo leikur Johann Sigurðarson bónda nokkurn sem er fulltrúi hinnar heilsteyptu, hjartahreinu alþýðu sem býr að sjálfsögðu úti á landi; en það höfum við nú vitað allt frá því Halldór Laxness skrifaði Atómstöðina. Ég tók ekki eftir því í „kreditlistunum“ hvort Landsvirkjun og Álverið í Straumsvík voru ekki örugglega meðal stuðningsaðila myndarinnar, en held að svo hljóti að hafa verið. Ef Benedikt er hættur að vinna í leikhúsi til þess að gera svona naívan sentimentalisma þá er verr farið en heima setið hjá honum. Það getur vel verið að þessi mynd geri það gott á kvikmyndahátíðum; hún mun lifa stutt og gleymast.

Fjörlegar umræður skapast á Fésbókarsíðu Jóns Viðars um þessa umsögn eins og sjá má hér að neðan:

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.